Arabíski sósíalíski ba'ath-flokkurinn (arabíska: حزب البعث العربي الاشتراكي‎ Ḥizb Al-Ba‘ath Al-‘Arabī Al-Ishtirākī) var stjórnmálaflokkur sem Michel Aflaq, Salah al-Din al-Bitar og samstarfsmenn Zaki al-Arsuzi stofnuðu í Sýrlandi árið 1947. Flokkurinn aðhylltist ba'athisma (úr arabísku: البعث‎ Al-Ba'ath eða Ba'ath sem merkir „endurreisn“) sem gengur út á sameiningu allra Arabaríkja í eitt sjálfstætt ríki. Flokkurinn breiddist hratt til annarra Arabaríkja en náði einungis völdum í tveimur þeirra: Írak og Sýrlandi.

Fáni Ba'ath-flokksins

Flokkurinn klofnaði eftir valdaránið í Sýrlandi 1966 í íraska og sýrlenska Ba'ath-flokkinn.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.