Kurt Georg Kiesinger

Kanslari Vestur-Þýskalands

Kurt Georg Kiesinger (6. apríl 1904 – 9. mars 1988) var þýskur stjórnmálamaður sem var kanslari Vestur-Þýskalands frá 1. desember 1966 til 21. október 1969. Áður en hann varð kanslari var hann forseti Baden-Württemberg frá 1958 til 1966 og síðar forseti þýska sambandsþingsins frá 1967 til 1971.

Kurt Georg Kiesinger
Kanslari Vestur-Þýskalands
Í embætti
1. desember 1966 – 21. október 1969
ForsetiHeinrich Lübke
Gustav Heinemann
ForveriLudwig Erhard
EftirmaðurWilly Brandt
Persónulegar upplýsingar
Fæddur6. apríl 1904
Ebingen, þýska keisaraveldinu
Látinn9. mars 1988 (83 ára) Tübingen, Vestur-Þýskalandi
ÞjóðerniÞýskur
StjórnmálaflokkurKristilegi demókrataflokkurinn (1946–1988)
Nasistaflokkurinn (1933–1945)
MakiMarie-Luise Schneider (g. 1932)
Börn2
Undirskrift

Kiesinger var lögmenntaður og vann sem lögmaður í Berlín frá 1935 til 1940. Til þess að komast hjá herkvaðningu vann hann hjá þýska utanríkisráðuneytinu og gerðist aðstoðarformaður útvarpsdeildar hennar. Á meðan hann vann í utanríkisráðuneytinu sökuðu tveir samstarfsmenn hans um að hafa andnasískar skoðanir. Kiesinger gekk engu að síður til liðs við Nasistaflokkinn árið 1933 en var að mestu óvirkur meðlimur. Árið 1946 gekk hann í Kristilega demókrataflokkinn. Hann var kjörinn á sambandsþingið árið 1949 og var meðlimur til ársins 1958 og aftur frá 1969 til 1980. Hann hætti í stjórnmálum sambandsríkisins í átta ár á meðan hann var forseti Baden-Württemberg en varð síðan kanslari Þýskalands árið 1966 í stjórnarsambandi við Sósíaldemókrataflokkinn undir stjórn Willy Brandt.

Sem kanslari sætti Kiesinger gagnrýni fyrir að hafa verið meðlimur í Nasistaflokknum. Árið 1968, á ráðstefnu Kristilegra demókrata, gekk nasistaveiðarinn Beate Klarsfeld upp að honum, gaf honum kinnhest og kallaði hann nasista. Á meðan öryggisverðir vísuðu henni út úr samkomunni hrópaði hún hvað eftir annað: „Kiesinger! Nasisti! Segðu af þér!“ („Kiesinger! Nazi! Abtreten!“) Kiesinger tjáði sig aldrei um málið en neitaði því að hafa skráð sig í Nasistaflokkinn af hentistefnu árið 1933.

Kiesinger þótti afburðagóður ræðumaður og samningamaður og var gjarnan kallaður „silfurtunga“. Hann samdi einnig ljóð og ýmsar bækur og stofnaði háskóla í Konstanz og Ulm á meðan hann var forseti Baden-Württemberg.

Heimild breyta


Fyrirrennari:
Ludwig Erhard
Kanslari Vestur-Þýskalands
(1. desember 196621. október 1969)
Eftirmaður:
Willy Brandt