Gínea er land í Vestur-Afríku með landamæriGíneu-Bissá og Senegal í norðri, Malí í norðaustri, Fílabeinsströndinni í suðaustri, Líberíu í suðri og Síerra Leóne í suðvestri. Landið á strönd að Atlantshafinu í vestri. Nafnið er dregið af því heiti sem áður var notað um alla vesturströnd Afríku sunnan Sahara og norðan Gíneuflóa, kemur úr máli Berba og merkir „land hinna svörtu“. Áður hét landið Franska Gínea. Gínea er stundum kölluð Gínea-Kónakrí til aðgreiningar frá Gíneu-Bissá.

Lýðveldið Gínea
République de Guinée
Fáni Gíneu Skjaldarmerki Gíneu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Travail, Justice, Solidarité (franska)
Vinna, réttlæti, samstaða
Þjóðsöngur:
Liberté
Staðsetning Gíneu
Höfuðborg Kónakrí
Opinbert tungumál franska
Stjórnarfar Herforingjastjórn

Forseti þjóðarráðs um sættir og þróun Mamady Doumbouya
Forsætisráðherra Bah Oury
Sjálfstæði
 • frá Frakklandi 2. október 1958 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
77. sæti
245.857 km²
~0
Mannfjöldi
 • Samtals (2018)
 • Þéttleiki byggðar
77. sæti
12.414.293
41/km²
VLF (KMJ) áætl. 2020
 • Samtals 26,451 millj. dala (134. sæti)
 • Á mann 2.390 dalir (199. sæti)
VÞL (2019) 0.477 (178. sæti)
Gjaldmiðill Gíneufranki (FG)
Tímabelti UTC
Þjóðarlén .gn
Landsnúmer +224

Landið þar sem Gínea hefur í gegnum söguna verið hluti af ýmsum vesturafrískum ríkjum á borð við Ganaveldið, Malíveldið og Songhæveldið. Fúlanar stofnuðu íslamska ríkið Futa Jallon í miðhluta Gíneu á 18. öld. Wassoulou-veldið var skammlíft ríki undir stjórn mandinkans Samori Touré sem beið ósigur fyrir Frökkum árið 1898. Núverandi landamæri Gíneu eru afleiðing af samningum Frakka við önnur nýlenduveldi á svæðinu. Gínea varð hérað innan Frönsku Vestur-Afríku. Árið 1958 kaus yfirgnæfandi meirihluti íbúa sjálfstæði frá Frakklandi. Landið lýsti formlega yfir sjálfstæði árið 1958 og Ahmed Sékou Touré varð fyrsti forseti þess. Undir hans stjórn varð landið bandamaður Sovétríkjanna og útfærði afrískan sósíalisma innanlands, sem meðal annars fól í sér að bæla niður alla stjórnarandstöðu með mikilli hörku. Sékou Touré ríkti til dauðadags árið 1984 en skömmu eftir það frömdu herforingjar valdarán undir stjórn Lansana Conté. Borgaraleg stjórn tók við með frjálsum þingkosningum árið 1995 en Conté sat sem forseti til dauðadags árið 2008. Um leið tók herinn aftur völdin en borgaraleg stjórn tók við eftir forsetakosningar árið 2010.

Landið sveigir í suður eftir því sem innar dregur. Þar er Gíneuhálendið þar sem eru upptök Senegalfljóts, Nígerfljóts og Gambíufljóts. Hæsti tindur Gíneu er Nimbafjall 1.752 metra yfir sjávarmáli. Stærsta borgin er höfuðborgin Kónakrí þar sem tvær af tíu milljónum íbúa landsins búa. Um 80% íbúa starfa við landbúnað en helsta útflutningsvara landsins er báxít. Gínea er fjórði stærsti báxítútflytjandi heims en þar eru líka gull- og demantanámur.

Þann 5. september 2021 framdi Gíneuher valdarán og steypti sitjandi forseta, Alpha Conde, af stóli.

Landfræði

breyta

Gínea deilir landamærum með Gíneu-Bissá í norðvestri, Senegal í norðri, Maí í norðaustri, Fílabeinsströndinni í austri, Síerra Leóne í suðvestri og Líberíu í suðri. Landið myndar hálfmána sem sveigist frá suðaustri til norðurs og vesturs að norðvesturlandamærunum að Gíneu-Bissá og Atlantshafsströndinni. Upptök Nígerfljóts, Gambíufljóts og Senegalfljóts eru öll í hálendi Gíneu.[1][2][3]

Gínea er tæplega 250 þúsund ferkílómetrar að stærð og er því um það bil jafnstór Bretlandi. Strandlengja landsins er 320 km að lengd, og landamæri eru 3.400 km. Landið er að mestu milli 7. og 13. breiddargráðu norður og 7. og 15. lengdargráðu vestur, en lítill hluti liggur vestan við 15. lengdargráðu.

Gínea skiptist í fjögur meginlandsvæði: Strandhéruð Gíneu, líka þekkt sem Neðri-Gínea eða Basse-Coté-láglöndin, sem eru aðallega byggð Susuum; svöl fjallahéruðin Fouta Djallon sem liggja eftir miðju landinu í norður-suður, og er byggt Fúlum; Efri-Gíneu við Sahel í norðaustri, þar sem Mandinkar búa; og skógi vaxin frumskógarhéruð í suðaustri, sem nokkur þjóðarbrot deila. Í fjöllum Gíneu eru upptök Nígerfljóts, Gambíufljóts og Senegalfljóts, auk margra annarra vatnsfalla sem renna út í sjó vestan megin við fjöllin í Síerra Leóne og Fílabeinsströndinni.

Hæsti tindur Gíneu er Nimbafjall, 1752 metrar á hæð. Sá hluti Nimbafjalla sem er í Gíneu og á Fílabeinsströndinni er náttúruverndarsvæði UNESCO, en í þeim hluta sem er í Líberu hefur verið námavinnsla í áratugi.

Stjórnmál

breyta

Héruð og umdæmi

breyta

Gínea skiptist í fjögur náttúruleg héruð sem hvert hefur sín landfræðilegu og menningarlegu séreinkenni:

  • Strandhéruð Gíneu (La Guinée Maritime) ná yfir 18% landsins
  • Mið-Gínea (La Moyenne-Guinée) nær yfir 20% landsins
  • Efri-Guinea (La Haute-Guinée) nær yfir 38% landsins
  • Skóglendi Gíneu (Guinée forestière) nær yfir 23% landsins og einkennist bæði af skógum og fjallendi

Gíneu er skipt í átta héruð sem aftur skiptast í 33 umdæmi:

Hérað Höfuðstaður Íbúar(2010)
 
Héruð Gíneu
Conakry-hérað Kónakrí 2.325.190
Nzérékoré-hérað Nzérékoré 1.528.908
Kankan-hérað Kankan 1.427.568
Kindia-hérað Kindia 1.326.727
Boké-hérað Boké 965.767
Labé-hérað Labé 903.386
Faranah-hérað Faranah 839.083
Mamou-hérað Mamou 719.011
  • Höfuðborgin Kónakrí telst sérstakt umdæmi.
 
Kort af Gíneu

Íbúar

breyta

Trúarbrögð

breyta

Um 85% íbúa Gíneu eru múslimar og 8% kristnir, en um 7% aðhyllast hefðbundin trúarbrögð.[4] Bæði múslimar og kristnir aðhyllast hefðbundna afríska þjóðtrú að hluta.[4]

Mikill meirihluti gíneskra múslima aðhyllast súnní íslam og Malikiskólann í íslömskum rétti, undir áhrifum frá súfisma.[5] Það er líka samfélag sjíamúslima í Gíneu.

Kristnir hópar telja meðal annars kaþólska, biskupakirkjuna, baptista, sjöunda dags aðventista og evangelista. Vottar Jehóva eru virkir í landinu og viðurkenndir af stjórnvöldum. Það er lítið samfélag baháa, og litlir hópar hindúa, búddista og fólks sem aðhyllist hefðbundin kínversk trúarbrögð meðal aðfluttra íbúa.[6]

Þriggja daga átök milli trúar- og þjóðernishópa brutust út í borginni Nzerekore í júlí 2013.[7][8] Átök milli Kpellea, sem eru kristnir eða aðhyllast hefðbundin trúarbrögð, og Konianka, sem eru múslimar og tengdir hinum fjölmennari Malinkum, leiddu til dauða 54 manna.[8] Sumir höfðu verið myrtir með sveðjum og brenndir lifandi.[8] Ofbeldinu lauk þegar herinn kom á útgöngubanni og Conde forseti kallaði eftir friði í sjónvarpsávarpi.[8]

Gallerí

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „The Senegal River basin“. Fao.org. Afrit af uppruna á 19. október 2012. Sótt 23. júlí 2017.
  2. „The Niger River basin“. Fao.org. Afrit af uppruna á 21. júlí 2017. Sótt 23. júlí 2017.
  3. „The West Coast“. Fao.org. Afrit af uppruna á 11. október 2012. Sótt 23. júlí 2017.
  4. 4,0 4,1 "Guinea 2012 International Religious Freedom Report", US State Department, Bureau of Democracy, Human Rights and Labor.
  5. Harrow, Kenneth (1983). „A Sufi Interpretation of 'Le Regard du Roi'. Research in African Literatures. 14 (2): 135–164. JSTOR 3818383.
  6. International Religious Freedom Report 2008: Guinea . United States Bureau of Democracy, Human Rights and Labor (29. desember 2008).
  7. "Guinea's Conde appeals for calm after 11 killed in ethnic clashes", Reuters, 16. júlí 2013“. Reuters. 17. júlí 2013. Afrit af uppruna á 6. október 2014. Sótt 15. október 2014.
  8. 8,0 8,1 8,2 8,3 "Guinean troops deployed after deadly ethnic clashes", BBC Africa, 17. júlí 2013“. BBC News. 17. júlí 2013. Afrit af uppruna á 17. október 2014. Sótt 15. október 2014.
   Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.