Padúa
Padúa (ítalska Padova, feneyska Padoa) er borg í Venetó á Ítalíu. Borgin er höfuðborg samnefndrar sýslu. Íbúar eru um 215 þúsund. Borgin er stundum skilgreind, ásamt Feneyjum og Treviso, sem hluti af stórborgarsvæðinu Feneyjar-Padúa-Treviso með 1,6 milljón íbúa.
Borgin stendur á bökkum árinnar Bacchiglione, um 40km vestan við Feneyjar. Sunnan við borgina liggja Evgenahæðir sem eru þjóðgarður frá 1971. Háskólinn í Padúa var stofnaður sem lagaskóli árið 1222 og var um aldir einn af mikilvægustu háskólum Evrópu.