Padúa (ítalska Padova, feneyska Padoa) er borg í Venetó á Ítalíu. Borgin er höfuðborg samnefndrar sýslu. Íbúar eru um 215 þúsund. Borgin er stundum skilgreind, ásamt Feneyjum og Treviso, sem hluti af stórborgarsvæðinu Feneyjar-Padúa-Treviso með 1,6 milljón íbúa.

Frá Padúa.

Borgin stendur á bökkum árinnar Bacchiglione, um 40km vestan við Feneyjar. Sunnan við borgina liggja Evgenahæðir sem eru þjóðgarður frá 1971. Háskólinn í Padúa var stofnaður sem lagaskóli árið 1222 og var um aldir einn af mikilvægustu háskólum Evrópu.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.