Plaid Cymru
Plaid Cymru (borið fram [plaɪd ˈkəmrɨ] á velsku) er velskur stjórnmálaflokkur sem berst fyrir sjálfstæði Wales innan Evrópusambandsins. Flokkurinn var stofnaður árið 1925 og vann fyrsta sætið sitt árið 1966. Frá og með árið 2012 var Plaid Cymru með 1 af 4 velskum sætum í Evrópuþinginu, 3 af 40 velskum sætum í Breska þinginu og 11 af 60 sætum í Velska þinginu.