Ómar Már Jónsson

Ómar Már Jónsson (f. 1. september 1966) er íslenskur stjórnandi og stjórnmálamaður. Ómar ólst upp í Súðavík og útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík með tveggja stigs skipsstjórnaréttindi árið 1988. Hann útskrifaðist frá Tækniskólanum í Reykjavík sem iðnrekstarfræðingur af markaðssviði árið 1996. Árið 2002 var Ómar ráðinn sveitarstjóri Súðavíkurhrepps eftir að flutningi byggðar á öruggt svæði í Álftafirði var að mestu lokið eftir snjóflóðin í Súðavík árið 1995. Ómar var sveitarstjóri Súðavíkurhrepps til ársins 2014.

Hann var stjórnarmaður í Iceland Sea Angling hf frá 2003-2015. Hann var í sveitarstjórn Súðavíkurhrepps frá 2006-2014. Hann var stjórnarmaður í Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum frá 2009-2015. Hann var stjórnarmaður í Fjórðungssambandi Vestfirðinga frá 2010-2014. Ómar var stjórnarmaður í Byggðasafni Vestfjarða frá 2011-2014. Hann var einnig formaður stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfirðinga frá 2011-2014. Hann var einnig formaður stjórnar Melrakkaseturs Íslands ehf.

Árið 2014 flutti Ómar ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Ómar starfaði sem framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Icelandic Plus ltd frá 2015 til 2021.

Ómar skipaði 4. sæti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingskosningunum 2021. Ómar var oddviti Miðflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum 2022. Hann hlaut 2,4% og komst ekki inn í borgarstjórn. Ómar hefur verið í stjórn Miðflokksins frá árinu 2022 er formaður innri starfsnefndar.

Ómar stofnaði MidiX árið 2021 og er framkvæmdastjóri félagsins.