Wilhelm Röpke (10. október 1899 - 12. febrúar 1966) var þýskur hagfræðingur, áhrifamikill ráðgjafi Konrads Adenauers og Ludwigs Erhards og einn af stofnendum Mont Pèlerin-samtakanna, alþjóðlegs málfundafélags frjálslyndra fræðimanna.

árið 1950

Röpke fæddist í Schwarmstedt rétt hjá Hannover. Faðir hans var læknir. Röpke lauk prófum í hagfræði og stjórnvísindum frá háskólunum í Göttingen, Tübingen og Marburg. Hann varð hagfræðiprófessor í Jena-háskóla 1925 og kenndi síðar í Graz og Marburg. Þegar þjóðernisjafnaðarmenn tóku völd 1933, missti Röpke stöðu sína og varð eftir það að birta rit sín undir dulnefninu Ulrich Unfried. Hann fluttist til Tyrklands, þar sem hann fékk kennarastöðu í Háskólanum í Istanbul. Hann var forseti Mont Pèlerin samtakanna 1961-1962, næstur á eftir Friedrich A. von Hayek. Eftir stríð hafði Röpke veruleg áhrif í Þýskalandi, sérstaklega á hina frjálslyndu efnahagsstefnu Erhards, viðskiptaráðherra og síðar kanslara. Í ritum sínum boðaði Röpke hófsamlega frjálshyggju, svokallaða Ordo-frjálshyggju, þar sem gert var ráð fyrir víðtækari íhlutun ríkisins í atvinnulífinu, þó aðallega til stuðnings frjálsri samkeppni, en Chicago-hagfræðingarnir og Austurrísku hagfræðingarnir hugsuðu sér. Hann lagði mikla áherslu á ýmis sjálfvalin og sjálfsprottin tengsl manna, til dæmis fjölskyldu og kirkju. Hann var gagnrýninn á Evrópusambandið, sem stofnað var með Rómarsáttmálanum 1957. Röpke kenndi frá 1937 til dánardags í Institut Universitaire de Hautes Études Internationales (Rannsóknarstofnun í alþjóðamálum) í Genf í Sviss.

Helstu verk breyta

  • Die Lehre von der Wirtschaft, Bern, 1937.
  • Gesellschaftskrisis der Gegenwart, Zürich, 1942.
  • Civitas Humana. Grundfragen der Gesellschafts- und Wirtschaftsreform, Zürich, 1944.
  • Internationale Ordnung, Zürich 1945.
  • Jenseits von Angebot und Nachfrage, 1958; 5. útg., Bern 1979, ISBN 3-258-02873-7

Tenglar breyta