Shmuel Yosef Agnon
Shmuel Yosef Agnon, fæddur Shmuel Yosef Halevi Czaczkes (17. júlí 1888 – 17. febrúar 1970) var ísraelskur rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1966.
Ævi og störf
breytaShmuel Yosef Agnon fæddist í pólska hluta Galisíu sem þá tilheyrði Austurríki-Ungverjalandi. Hann naut ekki formlegrar skólagöngu en hlaut leisögn foreldra sinna sem voru trúaðir gyðingar. Á barnsaldri fór hann að sinna skriftum og fyrstu ljóð hans birtust á táningsaldri.
Árið 1908 fluttist fjölskyldan til Palestínu þar sem fyrstu smásögur Agnon birtust á prenti. Árið 1913 fluttist hann til Þýskalands, kvæntist og sinnti ritstörfum uns gyðingaofsóknir og íkveikjur á heimili hans urðu til þess að hann flúði aftur til Palestínu árið 1929. Á næstu árum sendi hann frá sér skáldsögur og smásögur sem komu honum rækilega á kortið í bókmenntasamfélagi gyðinga í Palestínu.
Hann hlaut Nóbelsverðlaunin 1966 ásamt skáldkonunni Nelly Sachs. Fjórum árum síðar lést hann út frá fjölda óútgefinna verka sem dóttir hans sá um að búa til útgáfu á komandi árum. Verk hans eru enn í miklum metum í Ísrael og hafa bókmenntafræðingar rannsakað þau í hörgul.