Jeffrey Dean Morgan

Jeffrey Dean Morgan (fæddur 22. apríl 1966) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Grey's Anatomy, Supernatural, Weeds og Watchmen.

Jeffrey Dean Morgan
Jeffrey Dean Morgan
Jeffrey Dean Morgan
Upplýsingar
FæddurJeffrey Dean Morgan
22. apríl 1966 (1966-04-22) (57 ára)
Ár virkur1991 -
Helstu hlutverk
John Winchester í Supernatural
Denny Duquette í Grey's Anatomy
Judah Botwin í Weeds

Einkalíf breyta

Morgan er frá Seattle og er af skoskum ættum. Hann lék körfubolta í framhaldsskóla og háskóla, þangað til hnémein stoppaði hann. Vann sem grafískur listamaður þangað til hann hjálpaði vini sínum að flytja til Los Angeles.

Morgan fjölskyldunafnið er upprunalega frá Llandaff, Glamorgan, Glamorganshire, Wales, og afkomendur gegnum kvennmenn og óskilgetna blóðlínu frá Játvarði 3. Englandskonungi og Pedro 1. konungi af Kastilíu. Nýr ættleggur kom til Nýja Englands kringum 1600 og á meðal afkomenda eru höfundurinn Charles Edward Ives, forsetinn Millard Fillmore, Rockefeller fjölskyldan, frumkvöðullinn Daniel Boone (f. Daniel Morgan Booone), höfundurinn Tennessee Williams (f. Thomas Lanier Williams), höfundurinn Zelda Sayre (kona F. Scott Fitzgerald), leikkonan Katharine Hepburn (f. Katharine Houghton Hepburn), leikarinn Humphrey Bogart (f. Humphrey Deforest Bogart), uppfinningamaðurinn George Washington Gale Ferris Jr. og höfudurinn Laura Ingalls Wilder (f. Laura Elizabeth Ingalls).

Morgan var giftur einu sinni þegar hann var ungur, samkvæmt viðtali við hann úr Playgirl frá 1997.[1] Lítið er vitað um hjónabandið annað en það endaði í skilnaði.

Morgan byrjaði með leikkonunni Hilarie Burton úr One Tree Hill þáttunum árið 2009 og eignuðust þau son í mars, 2010.[2][3]

Ferill breyta

Sjónvarp breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Morgans var árið 1995 í Extreme. Frá 1996-1997 lék hann lækninn Edward Marcase í The Burning Zone. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við ER, CSI: Crime Scene Investigation, Monk og JAG.

Morgan kom fram í þrem sjónvarpsþáttum á sama tíma árið 2005-2006 sem þrjár mismunandi persónur: sem John Winchester í Supernatural sem hinn dularfulli faðir Sams (Jared Padalecki) og Deans (Jensen Ackles); sem hjartasjúklingurinn Denny Duquette í Grey's Anatomy sem var í rómantísku sambandi við Dr. Isobel "Izzie" Stevens; sem Judah Botwin í Weeds. Það sem er merkilegast við þessar persónur er að þær dóu allar, tvær af þeim á skjánum.

Morgan lék hótelstjórann Ike Evans í sjónvarpsþættinum Magic City frá 2012-2013 en hætt var við framleiðslu í ágúst 2013 eftir aðeins tvær þáttaraðir.[4]

Kvikmyndir breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Morgans var árið 1991 í "Uncaged". Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við "Dillinger and Capone", "All Good Things", "Taking Woodstock", "Shanghai" og "Texas Killing Fields".

Morgan lék hinn keðjureykjandi Grínara (The Comedian) í Watchmen, byggt á teiknimyndasögu Alans Moore árið 2009.[5] Morgan lék síðan hinn snjalla Clay í myndinni The Losers sem byggð er á samnefndri teiknimyndasögu árið 2010.

Kvikmyndir og sjónvarp breyta

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1991 Uncaged Sharkey
1995 Undercover Heat Ramone
1995 Dillinger and Capone Jack Bennett
1997 Legal Deceit Todd Hunter
1999 Road Kill Bobby
2003 Something More Daniel
2004 Dead & Breakfast Fógetinn
2004 Six: The Mark Unleashed Tom Newman
2005 Chasing Ghosts Rannsóknarfulltrúinn Cole Davies
2006 Jam Dale
2007 Live! Rick
2007 Kabluey Brad
2007 Fred Claus Eldri maður með bílastæðismiða óskráður á lista
2007 P.S. I Love You William
2008 The Accidental Husband Patrick Sullivan
2008 Days of Wrath Byron
2009 Watchmen Edward Blake / The Comedian
2009 Taking Woodstock Dan
2010 The Losers Clay
2010 Shanghai Conner
2010 Jonah Hex Jeb Turnbull óskráður á lista
2011 The Resident Max
2011 Peace, Love and Misunderstanding Jude
2011 Texas Killing Fields Brian Heigh
2011 The Courier The Couries Kvikmyndatöku lokið
2012 Red Dawn Col. Andy Tanner Kvikmyndatöku lokið
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1995 Extreme Jack Hawkins 2 þættir
1996 In the Blink of an Eye Jessie Sjónvarpsmynd
1996 Sliders Sid Þáttur: El Sid
1996-1997 The Burning Zone Dr. Edward Marcase 11 þættir
2000 Walkerm Texas Ranger Jake Horbart Þáttur: Child of Hope
2001 ER Slökkviliðsmaðurinn Larkin Þáttur: The Crossing
2002 The Practice Daniel Glenn Þáttur: The Test
2002 Angel Sam Ryan Þáttur: Provider
2002 The Division Presturinn William Natali Þáttur: Forgive Me, Father
2002 V.I.P. Randall Waring Þáttur: Val Who Cried Wolf
1995-2002 JAG Wally – CIA tæknimaður 3 þættir
2003 CSI: Crime Scene Investigation Leynilögreglufulltrúi Þáttur: All for Our Country
2003 Enterprise Xindi-Reptilian Þáttur: Carpenter Street
2004 The Handler Mike Þáttur: Give Daddy Some Sugar
2004 Tru Calling Geoffrey Pine Þáttur: Two Pair
2004 Monk Steven Leight Þáttur: Mr. Monk Takes Manhattan
2005 The O.C. Joe Zukowski Þáttur: The Accomplice
2005 Weeds Judah Bowin 2 þættir
2005-2008 Supernatural John Winchester 12 þættir
2006-2009 Grey's Anatomy Denny Duquette 24 þættir
2012-2013 Magic City Ike Evans 16 þættir

Tilvísanir breyta

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. júní 2009. Sótt 17. september 2009.
  2. http://www.youtube.com/watch?v=34hasIvqoTE JDM says he has 4mo old son on Jule 2010 episode of Craig Ferguson Interview, FF to 5:00 mark
  3. „Jeffrey Dean Morgan, Hilarie Burton Welcome Baby“. Us Weekly. 6. maí 2010. Sótt 6. maí 2010.
  4. Andreeva, Nellie (5. ágúst 2013). „Starz's 'Magic City' To End Run After Two Seasons; Series Finale Airs Friday“. Deadline Hollywood. Sótt 5. ágúst 2013.
  5. „Watchmen Cast Confirmed! - Superhero Hype!“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. apríl 2010. Sótt 17. september 2009.

Heimildir breyta

Tenglar breyta