Ólöf Nordal

íslensk stjórnmálakona (1966-2017)

Ólöf Nordal (f. 3. desember 1966, d. 8. febrúar 2017) var innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins og alþingismaður Sjálfstæðisflokksins 2007-2013 og 2016-2017.

Ólöf Nordal (ÓN)

Ólöf Nordal

Fæðingardagur: 3. desember 1966(1966-12-03)
Fæðingarstaður: Reykjavík
Dánardagur: 8. febrúar 2017 (50 ára)
Flokkur: Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn
Þingsetutímabil
2007-2009 í Norðaust. fyrir Sjálfstfl.
2009 í Norðaust. fyrir Sjálfstfl.
2009-2013 í Rvk. s. fyrir Sjálfstfl.
2016-2017 í Rvk. s. fyrir Sjálfstfl.
= stjórnarsinni
Embætti
2010-2013 Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
2015-2017 Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
2014-2017 Innanríkisráðherra
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Ólöf sat á Alþingi fyrir Norðausturkjördæmi 2007-2009 og Reykjavíkurkjördæmi suður 2009-2013 og aftur frá kosningum 2016 til dánardags. Ólöf var varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010-2013 og 2015-2017. Ólöf ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í alþingiskosningum 2013 og hætti sem varaformaður á landsfundi í aðdraganda þingkosninga. Árið 2015 ákvað Ólöf að bjóða sig aftur fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokkins. Ólöf ákvað í lok maí 2016 að bjóða sig á ný fram til Alþingis.

Hún tók við embætti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 4. desember 2014, og var fyrsti utanþingsráðherra Sjálfstæðisflokksins síðan Geir Hallgrímsson var utanríkisráðherra 1983-1986. Ólöf tók við af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem innanríkisráðherra þegar sú síðarnefnda sagði af sér. Ólöf gegndi ráðherraembætti þar til í janúar 2017.

Faðir hennar var Jóhannes Nordal, fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Íslands og móðir hennar er Dóra Nordal, píanóleikari og húsmóðir. Eiginmaður Ólafar var Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi og eignust þau fjögur börn; Sigurð 1991, Jóhannes 1994, Herdísi 1996 og Dóru 2004.

Ólöf greindist með krabbamein síðsumars árið 2014 og lést af þess völdum 8. febrúar 2017.

Menntun

breyta

Ólöf varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1986, lauk lögfræðiprófi við Háskóla Íslands 1994 og fékk málflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi árið 1999. Árið 2002 útskrifaðist hún með MBA-próf frá Háskólanum í Reykjavík. Hún sótti ýmis námskeið á sviði lögfræði, afbrotafræði og réttarsögu, meðal annars við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum. Einnig sótti hún ýmis námskeið á sviði stjórnsýslu og fjármála.

Starfsferill

breyta

Ólöf starfaði í lögfræðideild Landsbanka Íslands 1995-1996. Hún var deildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1996-1999. Lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands 1999-2001. Stundakennari í lögfræði við Háskólann á Bifröst 1999-2002 og vann að stofnun lagadeildar við skólann. Deildarstjóri lagadeildar við Háskólann á Bifröst 2001-2002. Yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun 2002-2004. Framkvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK 2004-2005 og framkvæmdastjóri Orkusölunnar 2005-2006. Ólöf tók ennfremur að sér störf við þýðingar og þýddi bókina Sjáðu barnið eftir Desmond Morris, sem gefin var út af Almenna bókaforlaginu árið 1993.

Trúnaðarstörf

breyta

Á Alþingi gegndi Ólöf margvíslegum trúnaðarstörfum, meðal annars var hún varaformaður samgöngunefndar, sat í allsherjarnefnd og umhverfisnefnd. Hún sat í háskólaráði Háskólans á Akureyri, stjórn Handverks og hönnunar, var formaður nefndar á vegum fjármálaráðuneytis um kynbundinn launamun og fleira. Hún sat í ýmsum nefndum í tengslum við störf sín, meðal annars á sviði fjármálamarkaða, og var formaður nefndar á vegum fjármálaráðuneytis, sem hefur það að markmiði að draga úr kynbundum launamuni hjá hinu opinbera.

Tenglar

breyta


Fyrirrennari:
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Innanríkisráðherra
(4. desember 2014 – 11. janúar 2017)
Eftirmaður:
Sigríður Á. Andersen

Jón Gunnarsson

Fyrirrennari:
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
(26. júní 201024. febrúar 2013)
Eftirmaður:
Hanna Birna Kristjánsdóttir