Framkvæmdasjóður Íslands

Framkvæmdasjóður Íslands var sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins. Sjóðurinn var stofnaður með lögum 66/1966 og tók yfir eignir og skuldbindingar Framkvæmdabanka Íslands. Sjóðurinn var í vörslu Seðlabanka Íslands, en með aðskildum fjárhag og bókhaldi. Hlutverk Framkvæmdasjóðs Íslands var að efla atvinnulíf og velmegun á Íslandi í gegnum að veita fé til þeirra fjárfestingarlánasjóða sem veita einstök lán. Á árinu 1992 var lögum um starfsemi Framkvæmdasjóðs Íslands breytt, hætt var að veita lán úr honum og Lánasýslu ríkisins var falin umsjá hans. Sjóðurinn var sjálfstæður lögaðili þar til sjóðurinn var lagður niður með lögum 146/1998 og eignir hans og skuldir færðar yfir í A-hluta ríkissjóðs.

Tenglar

breyta