Spandau-fangelsið

(Endurbeint frá Spandau-fangelsi)

Spandau-fangelsið var fangelsi í hverfinu Spandau í Berlín. Það var reist árið 1876 og rifið 1987 eftir að síðasti fanginn þar, Rudolf Hess, lést. Fangelsið var rifið til að koma í veg fyrir að það yrði að helgistað nýnasista. Árið 1990 var verslunarmiðstöð fyrir breska hermenn í Þýskalandi reist þar sem fangelsið stóð áður.

Vaktaskipti við Spandau-fangelsið árið 1986.

Eftir þinghúsbrunann í Berlín 1933 voru andstæðingar Hitlers, eins og Egon Kisch og Carl von Ossietzky, fangelsaðir í Spandau-fangelsinu. Undir lok ársins voru fyrstu fangabúðir nasista opnaðar og allir öryggisfangar fluttir þangað úr ríkisfangelsum. Eftir Síðari heimsstyrjöld hýsti fangelsið þá sem dæmdir höfðu verið til fangavistar í Nurembergréttarhöldunum. Að lokum voru þar aðeins sjö fangar: Konstantin von Neurath, Erich Raeder, Karl Dönitz, Walther Funk, Albert Speer, Baldur von Schirach og Rudolf Hess. Þeir voru kallaðir „sjömenningarnir í Spandau“. Þrír þeirra luku afplánun sinni í fangelsinu og þremur var sleppt fyrr af heilsufarsástæðum. Frá 1966 til 1987 var Hess einn eftir.

Breska hljómsveitin Spandau Ballet eða „Spandau-dansinn“ dregur nafn sitt af gálgahúmor sem vísar til þess að þegar fangar voru hengdir í fangelsinu kipptust þeir til í snörunni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.