Jamaíka

eyjaþjóð í Karabíska hafinu

Jamaíka er eyríki í Karíbahafi, 150 kílómetra sunnan við Kúbu og 280 kílómetra vestan við eyjuna Hispaníólu (Haítí og Dóminíska lýðveldið). Eyjan er 240 km að lengd og 80 kílómetrar að breidd. Áður var hún spænsk nýlenda sem nefndist Santiago þar til Bretar hertóku hana árið 1655. Íbúar eyjarinnar eru flestir afkomendur afrískra þræla sem voru fluttir þangað til að vinna á sykurplantekrum. Árið 1958 varð hún hluti af Sambandsríki Vestur-Indía en lýsti yfir sjálfstæði árið 1962.

Jamaica
Fáni Jamaíku Skjaldarmerki Jamaíku
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Out of Many One People
Þjóðsöngur:
Jamaica, Land We Love
Staðsetning Jamaíku
Höfuðborg Kingston
Opinbert tungumál enska, patois
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

drottning
landstjóri
forsætisráðherra
Elísabet 2.
Patrick Allen
Andrew Holness
Sjálfstæði
 - frá SVI 6. ágúst 1962 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
166. sæti
10.991 km²
1,5
Mannfjöldi
 - Samtals (2012)
 - Þéttleiki byggðar
139. sæti
2.930.050
267/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 - Samtals 25,317 millj. dala (130. sæti)
 - Á mann 9.199 dalir (107. sæti)
VÞL (2013) Decrease2.svg 0.715 (96. sæti)
Gjaldmiðill jamaískur dalur
Tímabelti UTC-5
Þjóðarlén .jm
Landsnúmer 1-876

Íbúar Jamaíka eru tæplega þrjár milljónir og landið er því þriðja fjölmennasta enskumælandi landið í Ameríku, á eftir Bandaríkjunum og Kanada. Höfuðborg ríkisins er Kingston með tæplega milljón íbúa. Vegna mikils brottflutnings búa stórir hópar fólks sem er upprunnið á Jamaíku í löndum eins og Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og öðrum Mið-Ameríkuríkjum. Langflestir íbúar Jamaíku eru kristnir og margir tilheyra nýtrúarhreyfingum. Rastafaratrú er upprunnin á Jamaíku.

Jamaíka er hluti af Breska samveldinu og Elísabet 2. er þjóðhöfðingi landsins.

SóknirBreyta

Jamaíka skiptist í fjórtán sóknir í þremur sögulegum sýslum sem hafa enga stjórnsýslulega þýðingu.

Cornwall-sýsla Höfuðstaður km2 Middlesex-sýsla Höfuðstaður km2 Surrey-sýsla Höfuðstaður km2
1 Hanover Lucea   450 6 Clarendon May Pen 1.196 11 Kingston Kingston 25
2 Saint Elizabeth Black River 1,212 7 Manchester Mandeville    830 12 Portland Port Antonio 814
3 Saint James Montego Bay   595 8 Saint Ann St. Ann's Bay 1.213 13 Saint Andrew Half Way Tree 453
4 Trelawny Falmouth   875 9 Saint Catherine Spanish Town 1.192 14 Saint Thomas Morant Bay 743
5 Westmoreland Savanna-la-Mar   807 10 Saint Mary Port Maria    611

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.