Sjónvarpið

Íslensk ríkisrekin sjónvarpsstöð

Sjónvarpið (einnig kallað Ríkissjónvarpið) er eina ríkisrekna sjónvarpsstöðin á Íslandi. Hún hóf útsendingar þann 30. september 1966. Sjónvarpið er deild innan Ríkisútvarpsins, RÚV, sem einnig rekur þrjár útvarpsstöðvar.

Þegar sjónvarpið hóf göngu sína var aðeins sent út tvisvar sinnum í viku, á föstudögum og miðvikudögum en smátt og smátt jukust útsendingar. Fljótlega var sent út alla daga nema fimmtudaga. Einnig fór sjónvarpið í sumarfrí í júlí allt þar til 1983 og voru þá engar útsendingar í gangi. Það var svo ekki fyrr en 1. október 1987 sem sjónvarpið hóf göngu sína 7 daga vikunnar. Nú á dögum er sjónvarpað allan sólarhringinn. Fréttaþjónusta landsmanna batnaði til muna þegar erlendar fréttir fóru að berast gegnum gervihnött, en það gerðist í fyrsta skipti í september árið 1981 gegnum jarðstöðina Skyggni í Mosfellsbæ.

Fyrir stofnun RÚV hafði aðeins kanasjónvarpið verið í gangi og mjög fáir höfðu aðgang að sjónvarpi. Útvarpið var þá aðalfjölmiðillinn fyrir utan dagblöðin.

Tenglar Breyta

   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.