Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar
íslensk húsfreyja
Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar (f. 20. nóvember 1914 – d. 4. maí 1966) var íslensk húsfreyja. Hún var gift Grími Kristgeirssyni rakara og var móðir Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands.[1]
Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar | |
---|---|
Fædd | 20. nóvember 1914 |
Dáin | 4. maí 1966 (51 árs) |
Störf | Húsfreyja |
Maki | Grímur Kristgeirsson |
Börn | 1 |
Svanhildur glímdi við berkla meirihluta ævi sinnar og glímdi við veikindin allt þar til hún lést, 51 árs að aldri. Sökum veikindana lá hún löngum stundum inn á Vífilsstaðahæli og Kristneshæli ásamt því að dvelja á sjúkrahúsinu á Akureyri. Árið 2022 var Svanhildarstofa opnuð á Hælinu, setri um sögu berklanna á Kristnesi, henni til heiðurs. Bréf sem hún skrifaði á meðan dvöl hennar á hælunum stóð urðu kveikjan að bókinni Bréfin hennar mömmu.[1][2][3]
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Ellen Geirsdóttir Håkansson (20. nóvember 2022). „Lýsa á átakanlegan hátt baráttu sjúklingsins“. Ísfirðingur. Sótt 13. júlí 2023.
- ↑ Davíð Kjartan Gestsson (25. nóvember 2021). „Lýsa á átakanlegan hátt baráttu sjúklingsins“. Ísfirðingur. Sótt 13. júlí 2023.
- ↑ Egill Páll Egilsson (21. nóvember 2022). „Fjölmenni á opnun Svanhildarstofu á Hælinu“. Vikublaðið. Sótt 13. júlí 2023.