Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar

Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar (f. 20. nóvember 1914 – d. 4. maí 1966) var íslensk húsfreyja. Hún var gift Grími Kristgeirssyni rakara og var móðir Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands.[1]

Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar
Fæðing20. nóvember 1914(1914-11-20)
Andlát4. maí 1966 (51 árs)
StörfHúsfreyja
MakiGrímur Kristgeirsson
Börn1

Svanhildur glímdi við berkla meirihluta ævi sinnar og glímdi við veikindin allt þar til hún lést, 51 árs að aldri. Sökum veikindana lá hún löngum stundum inn á Vífilsstaðahæli og Kristneshæli ásamt því að dvelja á sjúkrahúsinu á Akureyri. Árið 2022 var Svanhildarstofa opnuð á Hælinu, setri um sögu berklanna á Kristnesi, henni til heiðurs. Bréf sem hún skrifaði á meðan dvöl hennar á hælunum stóð urðu kveikjan að bókinni Bréfin hennar mömmu.[1][2][3]

Heimildir breyta

  1. 1,0 1,1 Ellen Geirsdóttir Håkansson (20. nóvember 2022). „Lýsa á á­takan­legan hátt bar­áttu sjúk­lingsins“. Ísfirðingur. Sótt 13. júlí 2023.
  2. Davíð Kjartan Gestsson (25. nóvember 2021). „Lýsa á á­takan­legan hátt bar­áttu sjúk­lingsins“. Ísfirðingur. Sótt 13. júlí 2023.
  3. Egill Páll Egilsson (21. nóvember 2022). „Fjölmenni á opnun Svanhildarstofu á Hælinu“. Vikublaðið. Sótt 13. júlí 2023.