Gary Dourdan (fæddur Gary Robert Durdin; 11. desember 1966) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Warrick Brown í sjónvarpsseríunni CSI: Crime Scene Investigation.

Gary Dourdan
Gary Dourdan
Gary Dourdan
Upplýsingar
FæddurGary Robert Durdin
11. desember 1966 (1966-12-11) (58 ára)
Ár virkur1991 -
Helstu hlutverk
Warrick Brown í CSI: Crime Scene Investigation

Einkalíf

breyta

Dourdan fæddist í Fílafelfía, Pennsylvania og hefur Afrískt-Amerískt, Frumbyggja, Skoskt-Írskt, Franskt og Gyðinga ætterni í sér.[1]

Dourdan er næst yngstur af fimm börnum, þegar hann var 6 ára þá var eldri bróðir hans Darryl myrtur á ferðalagi í Haiti; málið er enn ólokið.[1] Flutti hann með fjölskyldu sinni til Willingboro í New Jersey þegar hann var ungur. Á þeim tíma þá byrjaði áhugi hans á leiklist, tónlist og sjálfvarnarlist. Seinna þá flutti Dourdan til New York og vann sem dyramaður við æfingastúdíó þar sem hann kynntist mörgum af efnilegum ungum listamönnum á Manhattan.

Dourdan giftist módelinu Roshumba Williams árið 1992; skildu þau síðan tveimur árum síðar.[2] Hann á tvö börn: soninn Lyric og dótturina Nyla. Móðir Lyric's er Cynthia Hadden og móðir Nyla's er Jennifer Sutton, sem Dourdan átti í sambandi með frá 1995 til 2000.[3]

TV Guide valdi hann sem kynþokkafyllsti CSI leikarinn í sjónvarpi árið 2008.[4]

Í kasti við lögin

breyta

Árið 2005 hélt Dourdan fram sakleysi sínu af minniháttar barsmíði gagnvart fyrrverandi kærustu sinni Anne Greene sem sakaði hann um nauðgun og barsmíðar. Honum var skilt að halda sig frá Greene og fara í ofbeldisráðgjöf. Árið 2006, Dourdan fór í mál við Greene og óskaði eftir $4 million bandaríkjadala, fyrir rógburð og tilfinningalega þjáningu[5] Ekkert varð úr málinu þar sem því var vísað frá dómi.

Þann 28. apríl 2008 var Dourdan handtekinn í Palm Springs í Kaliforníu fyrir að hafa undir höndunum heróí, kókaín, alsælu og lyfseðilsskyld lyf. .[6][7] Samkvæmt lögreglustjóranum Sgt. Mitch Spike hjá Palm Spring lögreglunni,[8] að klukkan 5:12 a.m. á mánudaginn, þá sá lögreglumaður að bíll Dourdan's var lagður vitlausum megin á götunni, með innri ljós á og einhvern sofandi í bílnum. Dourdan var fluttur í Palm Springs fangelsið og var leystur út fyrir $5000 tryggingu.[9] Í netpósti á Access Hollywood, þá segir hann að lyfi séu fólks sem hann hafði tekið með sér á Coachella Music Festiva VIP eftir-partýið.[10][11] Samt sem áður sögðust bæði vinir og samleikarar hans ekki vera hissa á handtöku hans. [12] Hann játaði glæp sinn og þurfti hann að fara í eiturlyfja prógram í staðinn fyrir fangelsisdóm sem hann hefði geta fengið.[13]

Ferill

breyta

Dourdan spilaði með nokkrum tónlistarböndum í New York City í byrjun níunda áratugarins og lék í svæðisleikhúsunum í kringum þriggja-ríkja svæðið. Fyrsta stóraverkefni hans var þegar Debbie Allen réði hann sem Shazza Zulu í A Different World, fékk hann það eftir að hún hafði séð hann á spólu leika í framúrstefnulegu leikriti. Dourdan lék persónuna Christie í Alien Resurrection frá 1997. Kemur einnig fram í kvikmyndunum Playing God og Thursday. Lék hann í Dick Wolf framleiðslunni á Swift Justice og hafði endurtekið aukahlutverk í sjónvarpsseríunni Soul Food þangað til að hann fékk hlutverkið sem Warrick Brown í CSI: Crime Scene Investigation. Árið 2007, þá lék hann kærasta Rowena Price (leikin af Halle Berry), í kvikmyndinni Perfect Stranger.

CSI: Crime Scene Investigation

breyta

Þekktasta hlutverk Dourdan's er sem CSI-rannsóknarmaðurinn Warrick Brown í CSI sjónvarpsseríunni Árið 2008 þá komu fram fjölmiðlaumfjallanir um samning Dourdan's við CSI. Hvorugir aðilar komust að niðurstöðu sem endaði með því að samningur hans var ekki endurnýjaður fyrir nýtt ár. Þann 14. apríl 2008 þá var tilkynnt að Dourdan væri að yfirgefa þáttinn.[14] Í lokaþætti í áttundu þáttaröð var persóna Dourdans skotin og látinn liggja í blóði sínu í enda þáttarins. Í fyrsta þætti í níundur þáttaröð er sýnt þar sem persóna Dourdans deyr í örmum samstarfsmanns og vinar síns, Grissoms.[15]

Tónlist og tónlistamyndbönd

breyta

Dourdan lék kærasta Janetar Jackson í tónlistarmyndbandinu Again frá 1993. Einnig kom hann fram í tónlistamyndbandinu „Move the Crowd“ eftir Eric B. and Rakim.

Dourgan tók þátt með hip hop listamanninum Darryl McDaniels (DMC) á sviði á Live 8 tónleikunum í Barrie, Ontario, Kanada. Einnig söng hann með Macy Gray á 2005 Emmy-verðlaununum.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1992 The Good Fight Elijah Sjónvarpsmynd
1993 Weekend at Bernie´s II Cartel maður nr. 2
1993 Laurel Avenue Anthony Sjónvarpsmynd
1994 Keys Loot Sjónvarpsmynd
1994 The Paper Ljósritunarmaður
1996 Sunset Park Dreadlock Guy
1997 Get That Number James Stuttmynd
1997 Fool´s Paradise Derek
1997 Playing God Yates
1997 Alien: Resurrection Christie
1998 Scar City Sgt. Dan Creedy
1998 Thursday Ballpean
1999 Rendezvous Jeff Nelson Sjónvarpsmynd
1999 New Jersey Turnspike ónefnt hlutverk
1999 The Weekend Thierry
2000 King of the World Malcolm X Sjónvarpsmynd
2000 Trois Jermaine Davis
2000 Dancing in September ónefnt hlutverk óskráður á lista
2000 Alien Resurrection Christie Tölvuleikur
Talaði inn á
2001 Impostor Kapteinn Burke
2002 Wanted: Soulful Energy Xchange Gary Beint á video
2003 CSI: Crime Scene Investigation Warrick Brown Tölvuleikur
Talaði inn á
2004 CSI: Crime Scene Investigation – Dark Motives Warrick Brown Tölvuleikur
Talaði inn á
2006 CSI: 3 Dimensions of Murder Warrick Brown Tölvuleikur
Talaði inn á
2006 60 Seconds of Distance Dylan Stuttmynd
2007 Perfect Stranger Cameron
2007 Black August George L. Jackson
2007 CSI: Crime Scene Investigation Warrick Brown Tölvuleikur
Talaði inn á
2008 Batman: Gotham Knight Rannsóknarfulltrúinn Crispus Allen Tölvuleikur
Talaði inn á
2008 Fire! Phil May
2009 The Magnificent Cooly-T Dominic
2011 Jumping the Broom Kokkurinn McKenna Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1991-1992 A Different World Shazza Zuli 13 þættir
1994 New York Undercover Trey King Þáttur: To Protect and Serve
1995 The Office Bobby Harold 6 þættir
1996 Swift Justice Randall Patterson Sjónvarpssería
1996 Lois & Clark: The New Adventures of Superman Ziggy Þáttur: Never on Sunday
1998 Sins of the City ónefnt hlutverk Sjónvarpssería
1999 Seven Days Sgt. Mohmand Þáttur: Daddy´s Girl
1999 Beggars and Choosers Julius Henry Þáttur: Don´t Try This at Home
2000-2001 Soul Food Jack Van Adams 6 þættir
2002 Fillmore! Ken Fillmore Þáttur: Cry, the Beloved Mascot
Talaði inn á
2002 Lyric Cafe Kynnir Sjónvarpssería
2005 Kim Possible Dash DaMont Þáttur: Team Impossible
Talaði inn á
2000-2008 CSI: Crime Scene Investigation Warrick Brown 183 þættir

Verðlaun og tilnefningar

breyta

Image verðlaunin

Screen Actors Guild verðlaunin

Alþjóðlega Seattle kvikmyndahátíðin


Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Sara Faillaci, „Gary Dourdan Experiences“ Geymt 8 janúar 2007 í Wayback Machine, Vanity Fair 2008 (Skoðað 10. október 2008).
  2. Gary Dourdan facts, NNDB.com. (Skoðað 28. apríl 2008).
  3. Gary Dourdan biography Geymt 10 mars 2009 í Wayback Machine, Television AOL.com. (Skoðað 5. maí 2008).
  4. Sexiest stars winners & nominees Geymt 29 september 2008 í Wayback Machine, TVGuide.com, 5. maí 2008.
  5. Gary Dourdan Sues Ex-Girlfriend for $4 Million Geymt 15 október 2008 í Wayback Machine, BlackAmericaWeb.com
  6. 'CSI's' Gary Dourdan faces drug charges Geymt 13 október 2008 í Wayback Machine, CNN.com, 5. maí 2008.
  7. „Gary Dourdan arrested for possession of narcotics and dangerous drugs“ Geymt 24 janúar 2009 í Wayback Machine, MSNBC.com, 29. apríl 2008.
  8. 'CSI' co-star Gary Dourdan arrested for drugs USA Today.com. 5. maí 2008.
  9. „CSI’s Gary Dourdan embarrassed over arrest“ Geymt 28 apríl 2009 í Wayback Machine, Fametastic.co.uk. 5. maí 2008.
  10. Lang, Derrick J. (28. apríl 2008). „'CSI' co-star Gary Dourdan arrested for drugs“ Geymt 2 maí 2008 í Wayback Machine, Associated Press. (Skoðað 28. apríl 2008).
  11. „Gary Dourdan is speaking out about his recent arrest“ Geymt 2 júní 2009 í Wayback Machine, People.com, 3. maí 2008.
  12. name="hollywood">„Gary Dourdan's Castmates Not Surprised By Arrest“ Geymt 3 júlí 2008 í Wayback Machine, Hollyscoop.com, 4. maí 2008.
  13. Aradillas, Elaine. „Gary Dourdan Pleads Guilty to Possession of Cocaine, Ecstasy“ Geymt 19 apríl 2010 í Wayback Machine, People.com, 28. maí 2008.
  14. Exclusive: Gary Dourdan Leaving CSI! Geymt 7 maí 2008 í Wayback Machine TV Guide.com. 14. apríl 2008.
  15. Episode Recap: „For Warrick“, CBS.com.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta