1979
ár
(Endurbeint frá Október 1979)
Árið 1979 (MCMLXXIX í rómverskum tölum) var 79. ár 20. aldar sem hófst á mánudegi. Árið var nefnt „ár barnsins“ hjá Sameinuðu þjóðunum.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar - Júra, sem myndað var úr frönskumælandi og kaþólskum héruðum Bern, varð 26. kantóna Sviss.
- 1. janúar - Bandaríkin tóku upp stjórnmálasamband við Alþýðulýðveldið Kína og viðurkenndu stjórn þess sem einu lögmætu stjórn Kína.
- 4. janúar - Deng Xiaoping hélt í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna.
- 5. janúar - Breska hljómsveitin Queen gaf út lagið „Don't Stop Me Now“.
- 7. janúar - Frystihús Ísbjarnarins (síðar Granda) í Örfirisey var tekið í notkun. Það var sagt eitt fullkomnasta frystihús í heimi.
- 7. janúar - Víetnamski herinn réðist inn í Kambódíu og hrakti Rauðu kmerana frá völdum.
- 9. janúar - Sænska hljómsveitin ABBA flutti lagið „Chiquitita“ á góðgerðartónleikunum Music for UNICEF í tilefni af ári barnsins í New York-borg.
- 12. janúar - Átján ára starfsmaður sjúkrahúss í Malmö í Svíþjóð játaði að hafa orðið fjölda aldraðra sjúklinga að bana með því að eitra fyrir þeim.
- 16. janúar - Íranska byltingin: Múhameð Resa Pahlavi Íranskeisari flúði ásamt fjölskyldu sinni til Egyptalands.
- 26. janúar - Sjónvarpsþáttaröðin Dukes of Hazard hóf göngu sína á CBS.
- 29. janúar - Brenda Ann Spencer, þá sextán ára, hóf skothríð í grunnskóla í San Diego með þeim afleiðingum að tveir starfsmenn létust og nokkrir nemendur særðust. Ástæðan sem hún gaf var að henni líkaði ekki við mánudaga, sem varð til þess að írska hljómsveitin The Boomtown Rats gerði lagið „I Don't Like Mondays“ skömmu síðar.
Febrúar
breyta- 1. febrúar - Íranska byltingin: Ayatollah Khomeini, æðsti maður íslam í Íran, sneri heim úr margra ára útlegð í París.
- 2. febrúar - Fyrrum bassaleikari Sex Pistols, Sid Vicious, fannst látinn vegna of stórs skammts af heróíni í New York-borg.
- 9. febrúar - Chadli Bendjedid varð forseti Alsír eftir lát Houari Boumediene árið áður.
- 11. febrúar - Íranska byltingin: Khomeini tók formlega við völdum í Íran.
- 17. febrúar - Alþýðulýðveldið Kína gerði innrás í Norður-Víetnam og hóf þannig stríð Kína og Víetnam.
- 18. febrúar - Í Saharaeyðimörkinni snjóar í hálftíma.
- 22. febrúar - Menningarverðlaun Dagblaðsins voru kynnt í fyrsta skipti.
- 22. febrúar - Sankti Lúsía fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 23. febrúar - Nýfasistarnir Franco Freda, Giovanni Ventura og Guido Giannettini voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir blóðbaðið á Piazza Fontana tíu árum áður. Á síðari dómstigum var þeim sleppt vegna skorts á sönnunargögnum.
Mars
breyta- 1. mars - Skotar samþykktu heimastjórn með naumindum en íbúar Wales höfnuðu henni.
- 4. mars - Voyager 1 náði fyrstu myndunum af hringjum Júpíters.
- 8. mars - Hollenska fyrirtækið Philips kynnti geisladiskinn opinberlega.
- 12. mars - Luís Herrera Campíns varð forseti Venesúela.
- 13. mars - Maurice Bishop framdi valdarán í Grenada.
- 14. mars - Farþegaþota af gerðinni Hawker Siddeley Trident frá flugumferðarstjórn Kína hrapaði á verksmiðju með þeim afleiðingum að 200 létust.
- 20. mars - Ítalski blaðamaðurinn Mino Pecorelli var myrtur. Talið var að háttsettir stjórnmálamenn hefðu fyrirskipað morðið. Giulio Andreotti var dæmdur fyrir morðið í undirrétti árið 2002 en sýknaður í áfrýjunarrétti árið eftir.
- 20. mars - Sænski leyniþjónustumaðurinn Stig Bergling var handtekinn í Ísrael grunaður um njósnir fyrir Sovétríkin og framseldur til Svíþjóðar.
- 26. mars - Anwar Sadat og Menachem Begin undirrituðu friðarsáttmála í Hvíta húsinu í Washington.
- 27. mars - Samtök olíuframleiðsluríkja samþykktu að hækka verð hráolíu um 20%. Við þetta hófst olíukreppan 1979.
- 28. mars - Bilun í kælibúnaði í Three Mile Island-kjarnorkuverinu í Pennsylvaníu leiddi til þess að mikið af geislavirku gasi fór út í umhverfið. Þetta er talið vera versta kjarnorkuslys í sögu Bandaríkjanna.
- 28. mars - Minnihlutastjórn breska verkamannaflokksins undir stjórn James Callaghan féll á vantrausti vegna misheppnaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um heimastjórn í Skotlandi og Wales.
- 31. mars - Steingrímur Hermannsson tók við af Ólafi Jóhannessyni sem formaður Framsóknarflokksins.
- 31. mars - Varnarsamningur milli Möltu og Bretlands rann út og síðasti breski hermaðurinn fór frá eyjunni.
- 31. mars - Ísrael sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „Hallelujah“ sem flutt var af söngkonunni Gali Atari og sönghópnum Milk & Honey.
Apríl
breyta- 1. apríl - Barnastöðin Pinwheel Network breytti nafni sínu í Nickelodeon og hóf útsendingar á ýmsum kapalkerfum Warner.
- 1. apríl - Austurrískir lögreglumenn handtóku lærlinginn Andreas Mihavecz, lokuðu hann inni í fangaklefa og gleymdu honum svo. Hann fannst aftur fyrir tilviljun 17 dögum síðar og hafði lifað af með því að sleikja raka af veggjum klefans.
- 4. apríl - Zulfikar Ali Bhutto forseti Pakistan var tekinn af lífi.
- 6. apríl - Helgarpósturinn kom út á Íslandi í fyrsta skipti.
- 6. apríl - Kvikmyndirnar Land og synir, Óðal feðranna og Veiðiferðin hlutu hæstu styrki við fyrstu úthlutun úr Kvikmyndasjóði Íslands.
- 10. apríl - 42 létust þegar fellibylur gekk yfir Wichita Falls í Texas.
- 11. apríl - Tansaníuher náði Kampala í Úganda á sitt vald og Idi Amin flúði til Líbýu.
- 15. apríl - Sterkur jarðskjálfti upp á 7.0 stig á Richter lagði borgina Budva í Svartfjallalandi í rúst.
- 17. apríl - Fjöldi skólabarna í Mið-Afríkulýðveldinu var handtekinn og mörg drepin eftir mótmæli gegn skólabúningum.
- 20. apríl - Norðuramerísk mýrarkanína réðist á Jimmy Carter þar sem hann var á fiskveiðum í Georgíu.
Maí
breyta- 1. maí - Grænland fékk heimastjórn.
- 4. maí - Margaret Thatcher varð fyrsta konan til þess að taka sæti forsætisráðherra Bretlands.
- 8. maí - Félag frjálshyggjumanna var stofnað í Reykjavík.
- 9. maí - Borgarastyrjöldin í El Salvador hófst.
- 10. maí - Míkrónesía fékk heimastjórn.
- 20. maí - Íslenskt mál, þáttur í umsjón Gísla Jónssonar, hóf göngu sína í Morgunblaðinu.
- 21. maí - Miklar verðhækkanir á bensíni urðu til þess að bifreiðaeigendur á Íslandi mótmæltu og þeyttu flautur í tvær mínútur.
- 25. maí - Flugvél frá American Airlines hrapaði á O'Hare-flugvelli í Chicago með þeim afleiðingum að allir um borð (271 manns) létust og 2 á jörðu niðri.
- 26. maí - Ísrael lét Egyptalandi aftur eftir borgina Arish á Sínaískaga í samræmi við Camp David-samkomulagið.
Júní
breyta- Júní - McDonald's setti barnaboxið Happy Meal fyrst á markað.
- 1. júní - Í Ródesíu komst fyrsta meirihlutaríkisstjórnin til valda í níutíu ár og breytti hún nafni landsins í Simbabve.
- 2. júní - Jóhannes Páll 2. páfi heimsótti heimaland sitt Pólland og varð þar með fyrsti páfinn til að heimsækja kommúnistaríki.
- 3. júní - Olíublástur varð í könnunarholu í Campeche-flóa.
- 4. júní - Liðþjálfinn Jerry Rawlings steypti herforingjanum Fred Akuffo af stóli í Gana.
- 7.-10. júní - Fyrstu almennu Evrópukosningarnar voru haldnar í níu aðildarríkjum Evrópubandalagsins.
- 18. júní - Leoníd Bresnjev og Jimmy Carter undirrituðu Salt II-samninginn í Vínarborg.
- 20. júní - Bandaríski fréttamaðurinn Bill Stewart var myrtur ásamt túlki sínum af þjóðvarðliða í Níkaragva. Morðið náðist á mynd af tökuliði Stewarts.
- 22. júní - Bandaríska tölvuleikjafyrirtækið Infocom var stofnað í Bandaríkjunum.
- 23. júní - Sáttmáli um vernd flökkudýrastofna var undirritaður í Bonn.
- 24. júní - Varanlegi alþýðudómstóllinn var stofnaður í Bologna að undirlagi öldungadeildarþingmannsins Lelio Bassi.
- 26. júní - Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga var gangsett.
Júlí
breyta- 1. júlí - Tollur var felldur niður af reiðhjólum á Íslandi og jókst þá innflutningur þeirra til muna.
- 1. júlí - Líkamlegar refsingar á heimilum voru bannaðar í Svíþjóð.
- 1. júlí - Sony Walkman fór á markað í Japan.
- 5. júlí - Þingið á Mön, Tynwald, hélt upp á 1000 ára afmæli sitt.
- 5. júlí - Altaaðgerðin: Mótmælendur gegn vatnsaflsvirkjununum Alta og Kautokeino komu upp búðum í Stilla í Noregi.
- 9. júlí - Bílasprengja eyðilagði bíl nasistaveiðaranna Serge og Beate Klarsfeld í Frakklandi. Skilaboð sem sögð voru frá ODESSA-samtökunum lýstu ábyrgð á hendur þeim.
- 11. júlí - Skylab, fyrsta geimstöð NASA, hóf að falla til jarðar eftir 6 ár og 2 mánuði á braut um jörðu.
- 12. júlí - Kíribatí fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 16. júlí - Saddam Hussein varð forseti Íraks eftir að hafa neytt Ahmed Hassan al-Bakr til að segja af sér.
- 17. júlí - Einræðisherrann Anastasio Somoza Debayle í Níkaragva sagði af sér og flúði til Miami.
- 21. júlí - Sandínistar tóku völdin í Níkaragva.
- 29. júlí - Afhjúpaður var minnisvarði um Kollabúðafundi en á þeim ræddu Vestfirðingar stefnumálin 1849 til 1895.
Ágúst
breyta- 3. ágúst - Teodoro Obiang Nguema Mbasogo steypti einræðisherranum Francisco Macías Nguema af stóli í Miðbaugs-Gíneu.
- 4. ágúst - Stokkhólmsmaraþonið var hlaupið í fyrsta skipti.
- 5. ágúst - Skæruliðasamtökin Polisario gerðu friðarsamkomulag við her Máritaníu sem fór eftir það frá Vestur-Sahara.
- 9. ágúst - Menntamálaráðuneytið friðaði húsin á Bernhöftstorfu í Reykjavík.
- 10. ágúst - Metsöluplata Michael Jackson, Off the Wall, kom út í Bandaríkjunum.
- 10. ágúst - Jaime Roldós Aguilera var kosinn forseti Ekvador.
- 11. ágúst - Flak af Northrop-flugvél sem nauðlenti á Þjórsá og sökk þar 1943 var tekið upp og gefið safni í Noregi.
- 12. ágúst - Trúfélagið Krossinn var stofnað í Kópavogi.
- 14. ágúst - Fimm skútur sukku og fimmtán siglingamenn létust þegar óvæntur stormur gekk yfir í Fastnet-keppninni sunnan við Bretland.
- 15. ágúst - Kvikmynd Francis Ford Coppola Apocalypse Now var frumsýnd í Bandaríkjunum.
- 26. ágúst - Snorrahátíð var haldin í Reykholti til að minnast átta alda afmælis Snorra Sturlusonar.
- 27. ágúst - Louis Mountbatten lávarður lést ásamt þremur öðrum í sprengjuárás Írska lýðveldishersins við Sligo á Írlandi. Sama dag voru 18 breskir hermenn drepnir í fyrirsát við Narrow Water Castle á Norður-Írlandi.
- 27. ágúst - Fabrizio De André og Dori Ghezzi var rænt af sardinísku mafíunni. Þeim var sleppt gegn lausnargjaldi í desember sama ár.
September
breyta- 1. september - Bandaríska geimfarið Pioneer 11 komst fyrst allra geimfara í návígi við Satúrnus.
- 7. september - Íþróttastöðin ESPN hóf útsendingar um kapalkerfi í Connecticut í Bandaríkjunum.
- 8. september - Tvö hundruð ár voru liðin frá andláti Bjarna Pálssonar, fyrsta landlæknis á Íslandi, og var þess minnst með minnisvarða, sem afhjúpaður var við Nesstofu á Seltjarnarnesi, en þar bjó Bjarni.
- 10. september - José Eduardo dos Santos varð forseti Angóla eftir lát Agostinho Neto.
- 14. september - Forseti Afganistan, Nour Mohammad Taraki, var myrtur að undirlagi Hafizullah Amin.
- 16. september - Minnisvarði var afhjúpaður á Hólmavík um Hermann Jónasson ráðherra, sem var í áraraðir þingmaður Strandamanna og Vestfirðinga.
- 20. september - Barrakúdaaðgerðin: Franskir fallhlífarhermenn steyptu Bokassa af stóli í Mið-Afríkulýðveldinu og komu David Dacko aftur til valda.
- 20. september - Til Íslands komu 34 flóttamenn frá Víetnam sem var stærsti hópur flóttamanna sem komið hafði til Íslands.
- 24. september - Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var settur á Sauðárkróki.
- 29. september - Hvaleyrargangan var haldin til að mótmæla bandarískri hersetu.
Október
breyta- 1. október - Menntaskólinn á Egilsstöðum var settur í fyrsta sinn.
- 1. október - Fjárræðisaldur á Íslandi lækkaði úr 20 árum í 18.
- 1. október - Lýðræði tók aftur við af herforingjastjórn í Nígeríu og annað nígeríska lýðveldið hófst.
- 1. október - Upphaf heimsóknar Jóhannesar Páls 2. páfa til Bandaríkjanna.
- 9. október - Samtökin Geðhjálp voru stofnuð á Íslandi.
- 11. október - Fidel Castro hélt ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrsta skipti í 19 ár.
- 15. október - Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins undir forsæti Benedikts Gröndals tók við völdum og sat í tæpa fjóra mánuði.
- 26. október - Yfirmaður kóresku leyniþjónustunnar, Kim Jae-gyu, myrti forseta Suður-Kóreu, Park Chung-hee.
- 27. október - Sankti Vinsent og Grenadíneyjar fengu sjálfstæði frá Bretlandi.
Nóvember
breyta- 4. nóvember - Gíslatakan í Teheran: Um 300 íranskir stúdentar hertóku bandaríska sendiráðið í Teheran og tóku 52 gísla.
- 8. nóvember - Hjördís Björk Hákonardóttir var skipuð sýslumaður í Strandasýslu, fyrst kvenna til að gegna slíku embætti á Íslandi.
- 20. nóvember - Hertaka stórmoskunnar: Hópur íslamskra uppreisnarmanna gegn stjórn Sádí-Arabíu hertók Masjid al-Haram, helgasta stað múslima í Mekka.
- 21. nóvember - Ayatollah Khomeini hélt því fram í útvarpsfrétt að Bandaríkjamenn hefðu hertekið moskuna í Mekka. Í kjölfarið réðist múgur á bandaríska sendiráðið í Islamabad í Pakistan.
- 22. nóvember - Í tilefni af ári barnsins sáu börn um meginhluta dagskrár Ríkisútvarpsins.
- 26. nóvember - Flugvél í pílagrímaflugi frá Pakistan International Airlines hrapaði við flugvöllinn í Jeddah, Sádí-Arabíu, með þeim afleiðingum að 156 farþegar létust.
- 28. nóvember - Breska kvikmyndin The Wall var frumsýnd.
- 28. nóvember - Flugvél frá Air New Zealand flaug á Erebusfjall á Suðurskautslandinu með þeim afleiðingum að allir um borð, 257 manns, létust.
Desember
breyta- 2. - 3. desember - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 4. desember - Umsátrinu um stórmoskuna í Mekka lauk eftir blóðuga bardaga.
- 6. desember - Kvikmyndin Star Trek: The Motion Picture var frumsýnd í Bandaríkjunum.
- 6. desember - „Lýðræðismúrinn“ í Beijing var rifinn.
- 9. desember - Vísindamenn staðfestu að bólusótt hefði verið útrýmt.
- 12. desember - Jarðskjálfti og flóðbylgja ollu dauða 259 manna í Kólumbíu.
- 12. desember - Valdaránið 12. desember: Chun Doo-hwan hershöfðingi tók völdin í Suður-Kóreu.
- 15. desember - Davíð Scheving Thorsteinsson keypti bjór í fríhöfninni við komu til landsins, en var meinað að hafa hann með sér. Þetta leiddi til rýmkunar á reglum um kaup á bjór í fríhöfninni.
- 15. desember - Kanadamennirnir Chris Haney og Scott Abbott fundu upp spurningaspilið Trivial Pursuit.
- 18. desember - Tvö flugslys urðu með 4 klukkustunda millibili á Mosfellsheiði. Fyrst fórst einkaflugvél og svo björgunarþyrla og lentu þannig nokkrir í tveimur flugslysum sama daginn.
- 25. desember - Stríð Sovétmanna í Afganistan: Fyrstu herdeildir sovéthersins héldu inn í Afganistan.
Ódagsettir atburðir
breyta- Veitingastaðurinn Hornið var stofnaður í Reykjavík.
- Samtökin Concerned Women for America voru stofnuð í Kaliforníu.
- Hljómsveitin Baraflokkurinn var stofnuð á Akureyri.
- Hljómsveitin Europe var stofnuð í Svíþjóð.
- Hljómsveitin Spliff var stofnuð í Þýskalandi.
- Hljómsveitin Bad Religion var stofnuð í Bandaríkjunum.
- Einbirnisstefnan var tekin upp í Kína.
- Töflureiknirinn VisiCalc kom á markað.
Fædd
breyta- 1. janúar - Gísli Þór Ólafsson, íslenskt skáld.
- 16. janúar - Aaliyah, bandarísk söngkona (d. 2001).
- 18. janúar - Paulo Ferreira, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 19. janúar - Svetlana Khorkina, rússnesk fimleikakona.
- 20. janúar - Rob Bourdon, bandarískur tónlistarmaður (Linkin Park).
- 1. febrúar - Björn Jón Bragason, íslenskur sagnfræðingur.
- 8. febrúar - Josh Keaton, bandarískur leikari.
- 10. febrúar - Johan Harstad, norskur rithöfundur.
- 11. febrúar - Brandy Norwood, bandarísk tónlistarkona.
- 13. febrúar - Anders Behring Breivik, norskur hryðjuverkamaður.
- 13. febrúar - Mena Suvari, bandarísk leikkona.
- 16. febrúar - Valentino Rossi, ítalskur ökuþór.
- 21. febrúar - Jennifer Love Hewitt, bandarísk leik- og söngkona.
- 26. febrúar - Pedro Mendes, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 28. febrúar - Primož Peterka, slóvenskur skíðastökksmaður.
- 2. mars - Damien Duff, írskur knattspyrnumaður.
- 2. mars - Nicky Weaver, enskur knattspyrnumaður.
- 5. mars - Gunnar Örn Tynes, íslenskur tónlistarmaður.
- 8. mars - Andy Ross, gítarleikari OK GO.
- 10. mars - Búi Bendtsen, gítarleikari Brain Police.
- 11. mars - Elton Brand, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 11. mars - Benji Madden, gítarleikari Good Charlotte.
- 11. mars - Joel Madden, söngvari hljómsveitarinnar Good Charlotte.
- 12. mars - Pete Doherty, tónlistarmaður (The Libertines og Babyshambles).
- 12. mars - Edwin Villafuerte, knattspyrnumaður frá Ekvador.
- 13. mars - Børge Lund, norskur handknattleiksmaður.
- 19. mars - Abby Brammell, bandarísk leikkona.
- 26. mars - Jay Sean, breskur söngvari.
- 30. mars - Norah Jones, bandarísk tónlistarkona.
- 1. apríl - Ivano Balić, króatískur handknattleiksmaður.
- 2. apríl - Magnús Kári Jónsson, íslenskur knattspyrnuþjálfari.
- 4. apríl - Heath Ledger, ástralskur leikari (d. 2008).
- 18. apríl - Kourtney Kardashian, bandarísk athafnakona.
- 21. apríl - James McAvoy, skoskur leikari.
- 23. apríl - Lauri Ylönen, finnskur söngvari (The Rasmus).
- 22. maí - Hafdís Huld Þrastardóttir, íslensk tónlistarkona.
- 26. maí - Elisabeth Harnois, bandarísk leikkona.
- 29. maí - Gísli Pétur Hinriksson, íslenskur leikari.
- 30. maí - Pavel E. Smid, íslenskt tónskáld.
- 5. júní - Pete Wentz, bandarískur bassaleikari (Fall Out Boy).
- 6. júní - Lilja Nótt Þórarinsdóttir, íslensk leikkona.
- 21. júní - Chris Pratt, bandarískur leikari.
- 24. júní - Petra Němcová, tékknesk fyrirsæta.
- 28. júní - Felicia Day, bandarísk leikkona.
- 6. júlí - Ragnar Péturson, íslenskur blaðamaður.
- 9. júlí - Jörundur Ragnarsson, íslenskur leikari.
- 15. júlí - Edda Garðarsdóttir, íslensk handknattleikskona.
- 23. júlí - Sotirios Kyrgiakos, grískur knattspyrnumaður.
- 24. júlí - Birkir Jón Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 28. júlí - Birgitta Haukdal, íslensk söngkona.
- 3. ágúst - Evangeline Lilly, kanadísk leikkona.
- 8. ágúst - Guðjón Valur Sigurðsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 16. ágúst - Andrés Ingi Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 23. ágúst - Auður Lilja Erlingsdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 8. september - Pink, bandarísk söngkona.
- 26. september - Vedran Zrnić, króatískur handknattleiksmaður.
- 28. september - Bam Margera, bandarískur hjólabrettamaður.
- 8. október - Kristanna Loken, bandarísk leikkona.
- 17. október - Kimi Räikkönen, finnskur ökuþór.
- 12. nóvember - Cote de Pablo, sílesk leikkona.
- 18. október - Ne-Yo, bandarískur söngvari.
- 20. nóvember - Sigríður Víðis Jónsdóttir, íslenskur rithöfundur.
- 28. nóvember - Þórir Ólafsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 5. desember - Matteo Ferrari, ítalskur knattspyrnumaður
- 14. desember - Micheal Owen, enskur knattspyrnumaður.
- 14. desember - Sophie Monk, áströlsk söngkona.
- 16. desember - Daniel Narcisse, franskur handknattleiksmaður.
- 22. desember - Darri Ingólfsson, íslenskur leikari.
- 28. desember - Noomi Rapace, sænsk leikkona.
Dáin
breyta- 26. janúar - Nelson Rockefeller, ríkisstjóri New York og varaforseti Bandaríkjanna (f. 1908).
- 26. janúar - Bart McGhee, bandarískur knattspyrnumaður (f. 1899).
- 2. febrúar - Sid Vicious, bassaleikari Sex Pistols (f. 1957).
- 7. febrúar - Josef Mengele, þýskur nasisti (f. 1911).
- 24. mars - Ole Lund Kirkegaard, danskur rithöfundur (f. 1940).
- 4. apríl - Zulfikar Ali Bhutto, forseti Pakistan (f. 1928).
- 8. maí - Talcott Parsons, bandarískur félagsfræðingur (f. 1902).
- 29. maí - Mary Pickford, bandarísk leikkona (f. 1892).
- 11. júní - John Wayne, bandarískur leikari (f. 1907).
- 25. júní - Þórarinn Guðmundsson, íslenskt tónskáld (f. 1896).
- 21. september - Mikines, færeyskur myndlistarmaður (f. 1906).
- 1. október - Preguinho, brasilískur knattspyrnumaður (f. 1905).
- 17. nóvember - Immanuel Velikovsky, rússneskur sálfræðingur (f. 1895).
- 3. desember - Jörundur Brynjólfsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1884).
- Eðlisfræði - Sheldon Lee Glashow, Abdus Salam, Steven Weinberg
- Efnafræði - Herbert C. Brown, Georg Wittig
- Læknisfræði - Allan M Cormack, Godfrey N Hounsfield
- Bókmenntir - Odysseas Elytis
- Friðarverðlaun - Móðir Teresa
- Hagfræði - Theodore Schultz, Arthur Lewis
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1979.