Immanuel Velikovsky

Immanuel Velikovsky (Иммануил Великовский) (10. júní 189517. nóvember 1979) var rússneskur sálfræðingur og sálkönnuður og rithöfundur. Hann skrifaði bækur þar sem hann túlkar forna atburði. Á árunum 1921 til 1924 stýrði hann ásamt Alberts Einstein ritverkinu: „Scripta Universitatis atque Bibliothecae Hierosolymitarum“ en það ritverk varð síðar grunnurinn að Hebreska Háskólanum í Jerúsalem.

Immanuel Velikovsky árið 1974

Þrjár af bókum hans komu út á árunum 1950 til 1955. Þær eru Heimar í árekstri (Worlds in Collision), Aldir í óreiðu (Ages in Chaos) og Jörð í upplausn (Earth in Upheaval). Í þessum þrem bókum gagnrýnir Velikovsky jafnvægiskenningu Lyells, sem segir að ekkert hafi raskað yfirborði jarðar í milljón ár annað en hægfara niðurbrot. Velikovsky telur að miklar hamfarir hafi riðið yfir jörðina vegna áhrifa utan úr geimnum og styður kenningar sínar með greiningu á frásögnum í ýmsum fornritum og trúar- og goðsögum, uppgötvunum í steingervingafræði og stjörnufræði.

Velikovsky telur að margar goðsagnir mismunandi trúarbragða um eyðileggingu, flóð og annað slíkt séu lýsingar á raunverulegum atburðum til dæmis séu frásagnir um að sólin hafi staðið kyrr eða færst afturábak, vegna þess að um leið hafi yfirborð jarðar snúist um möttulinn vegna utanaðkomandi áhrifa. Árið 1939 fór Velikovsky til New York en hann var þá að vinna að bók um Ödípús og faraóinn Akhnaton og kanna hvort verið gæti að faraóinn væri goðsagnapersónan Ödípús. Freud hafði skrifað bókin Moses and Monotheism þar sem hann hélt því fram að Akhenaton væri uppspretta boðorðanna sem Móses kenndi fólki frá Ísrael í eyðimörkinni. Freud hélt þessu fram því psalm 104 í Biblíunni er líkur egýpsku ljóði í grafhýsi Akhenatons Ai í Akhetaten. Velikovsky leitaði í egypskum skjölum að efni sem styddu frásögnina af flóttanum úr Egyptalandi (Exodus). Eitt þeirra skjala var Ipuwer Papyrus sem talið var eldra en bíblíufrásögnin af Exodus. Velikovsky taldi að í Ipuwer Papyrus hefði hann fundið egypska samtímafrásögn af atburðum sem leiddu til flóttans frá Egyptalandi og báðir atburðir lýstu náttúruhamförum.

Tenglar

breyta