Stóra moskan (Mekka)

(Endurbeint frá Masjid al-Haram)

21°25′19″N 39°49′34″A / 21.422°N 39.826°A / 21.422; 39.826

Yfirlitsmynd af moskunni

Stóra moskan í Mekka eða Masjid al-Haram er moska þar sem er að finna Kaba, heilagasta bænarstað múslima. Hana er að finna í Mekka, Sádi-Arabíu. Þegar pílagrímar fara í sitt hajj biðja þeir í al-Haram moskunni. Moskan inniheldur nokkra af heilögustu hlutum í Íslam eins og t.d. Hadsjar, Zamzam brunninn og Maqam Ibrahim steininn. Masjid al-Haram er stærsta moska heims og áttunda stærsta bygging í heimi.

Uppruni breyta

Samkvæmt Kóraninum byggði Abraham, ásamt syni sínum Ishmael gruninn að moskunni sem er nú þekkt sem Kaaba. Guð á að hafa sýnt Abraham staðsetninguna fyrir bygginguna þar sem moskan stendur enn í dag. Í kjölfarið á Abraham að hafa fengið að gjöf svarta steininn eða Hadsjar frá engli. Talið er að svarti steinninn sé það eina sem er eftir af upprunalegu byggingunni.

Uppgangur breyta

Fyrstu breytingar og endurbætur á moskunni áttu sér stað á tíma umayyadda. Árið 638 e.kr. var byggður veggur í kring um Kaaba. Umar ibn al-Khaṭṭāb annar kalífi sá til þess. Árið 692 ákvað Abd al-Malik ibn Marwan, fimmti kalífi að byggja ytri veggi og einnig að skreyta loftið. Áður voru viðar súlur sem skipt var út fyrir marmara súlur.

 
Kaaba

Á 15.öld var moskan endurbyggð á ný eftir að hafa eyðilagst í miklu vatnstjóni og eldsvoða. Moskan hefur verið endurgerð og endurbætt mörgum sinnum í gegnum tíðina. Á tuttugustu öld voru raflagnir lagðar í moskuna undir fyrirmælum Hussein ibn Ali, emírsins í Mekka undir Ottóman-veldinu.

Í kjölfar stofnunar Sádi-Arabíu hafa Sádar gert mikið fyrir moskuna, sem dæmi er hægt að nefna að hljóðkerfi var sett upp í moskunni árið 1948. Sádar hafa verið duglegir að nútímavæða moskuna og stækka. Í dag er áætlað að moskan sé dýrasta bygging heims en talið er að virði sé um það bil 100 milljarðar bandaríkjadala.

Heimildir breyta

https://en.wikipedia.org/wiki/Masjid_al-Haram#Structures

https://www.britannica.com/topic/Great-Mosque-of-Mecca

https://www.wikiwand.com/en/List_of_most_expensive_buildings

https://en.wikipedia.org/wiki/Zamzam_Well