Reykholt (Borgarfirði)

Reykholt
Reykholtskirkjan gamla.

Reykholt er skólasetur, kirkjustaður, prestsetur og gamalt höfuðból í Reykholtsdal í Borgarbyggð á Vesturlandi. Í Reykholti er enn fremur rekið Fosshótel í heimavist skólans á sumrin og þar er einnig rekin Snorrastofa, sem er miðstöð rannsókna í miðaldafræðum. Í Reykholti er Snorralaug, ein elsta heita laug á landinu, sem kennd er við Snorra Sturluson (1178) er þar bjó frá 1206 þar til hann var drepinn þar árið 1241. Snorri mun vera grafinn í Sturlungareit svokölluðum í Reykholtskirkjugarði og er Reykholt með merkari sögustöðum á landinu. Stytta er af Snorra Sturlusyni á hlaðinu fyrir framan skólabyggingu héraðsskólans. Hún er gerð af Gustav Vigeland og gefin þangað af Ólafi, þáverandi krónprins og síðar konungi Norðmanna árið 1947.

Héraðsskóli var reistur í Reykholti 1931 og ber aðalbygging hans fagurt vitni um handverk arkitekts hennar, Guðjóns Samúelssonar. Þar eru einnig tvær kirkjur og er sú eldri reist á árunum 1886-1887. Jarðhiti er mikill í Reykholti og er hann notaður til upphitunnar gróðurhúsa, sundlaugar og annarra bygginga á staðnum. Tveir hverir eru þar helstir, Skrifla og Dynkur. Var vatni veitt í Snorralaug úr Skriflu eftir um 120 m löngum stokki og er baðlauga í Reykholti oft getið í gömlum heimildum. Snorralaug er með elstu mannvirkjum sem varðveist hafa hér á landi. Frá lauginn lágu jarðgöng til bæjarhúsa Snorra og hafa þau verið grafinn upp að hluta.

HeimildirBreyta

  • „Vesturland.is - Afþreying og staðir“. Sótt 29. júlí 2010.
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.

Tengt efniBreyta

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.