Kourtney Kardashian

Kourtney Mary Kardashian (fædd 18. apríl 1979) er bandarískur frumkvöðull, félagsvera og raunveruleikaþáttastjarna sem varð fræg fyrir að vera í þáttunum Filthy Rich: Cattle Drive, Keeping Up with the Kardashians og Kourtney and Khloé Take Miami.

Kourtney Kardashian
Kardashian árið 2009
Fædd
Kourtney Mary Kardashian

18. apríl 1979 (1979-04-18) (45 ára)
Fáni Bandaríkjana Los Angeles, Kalifornía
Þekkt fyrirRaunveruleikaþættina Keeping Up with the Kardashians og Kourtney and Khloé Take Miami
Hæð1,52 m
TrúRómversk-kaþólsk
MakiTravis Barker (g. 2022)
Scott Disick (í sambandi; 2006 - 2015; 3 börn saman)
BörnMason Dash Disick (f. 14. desember 2009)

Penelope Scotland Disick (f. 8. júlí 2012)

Reign Aston Disick (f. 14. desember 2014)
ForeldrarRobert Kardashian og Kris Jenner
ÆttingjarKim Kardashian (yngri systir)

Khloé Kardashian (yngri systir)
Rob Kardashian (yngri bróðir)
Kendall Jenner (yngri hálf systir)

Kylie Jenner (yngri hálf systir)

Hún er elsta barn Kris Jenner og lögfræðingsins Roberts Kardashian, systir Kim og Khloé Kardashian, og stjúpdóttir fyrrverandi íþróttamannsins Caitlyn Jenner.

Kourtney Kardashian fæddist í Los Angeles og er elsta barn látna lögfræðingsins Roberts Kardashian og Kris Jenner (áður Houghton) og er systir Kim, Khloé og Rob Kardashian. Hún er af armönskum ættum (faðir) og af hollenskum-, skoskum- og bandarískum uppruna í móðurætt. Robert Kardashian sem er best þekkur fyrir að vera lögfræðingur O. J. Simpson við réttarhöld í morðmáli hans, lést þann 30. september 2003. Móðir hennar skildi við Robert árið 1989 og giftist fyrrum Ólympíu-íþróttamanninum Caitlyn Jenner árið 1991.

Kardashian gekk í rómansk-kaþólskan stúlknaskóla í Marymount. Eftir útskrift yfirgaf hún Kaliforníu og flutti til Dallas þar sem hún gekk í Southern Methodist háskólann í tvö ár. Síðan flutti hún til Tucson, Arizona og gekk í háskólann þar og útskrifaðist þaðan með gráðu í leiklist með spænsku sem aukagrein. Bekkjarfélagar hennar voru m.a. Nicole Richie og Luke Walton.

Kardashian á þrjá stjúpbræður, (frá elsta til yngsta) þá Burt Jenner, Brandon Jenner og Brody Jenner, stjúpsysturina Casey Jenner og hálfsysturnar Kendall og Kylie Jenner.

Ferill

breyta

Kourtney og móðir hennar opnuðu fatabúðir bæði í Los Angeles og New York borg sem báru nafnið „Smooch“. Kourtney er einnig meðeigandi og rekur D-A-S-H, fatabúð í Los Angeles, Miami og New York með systrum sínum Kim og Khloé.

Kardashian varð fyrst þekkt fyrir að vera í raunveruleikaþættinum Filthy Rich: Cattle Drive árið 2005 þar sem hún safnaði peningum til góðgerðarmála. Hún varð síðan ein af aðalpersónum þáttanna Keeping Up with the Kardashians þar sem fylgst er með lífi fjölskyldu hennar. Hún systir hennar, Khloé, byrjuðu síðan með sinn eigin þátt út frá því, Kourtney and Khloé Take Miami, og fylgdist fyrsta þáttaröðin með því þegar þær opnuðu D-A-S-H útibú í Miami árið 2009.

Kardashian stefnir að því að skrifa bók, Kardashian Konfidential, með systrum sínum Kim og Khloe og kemur bókin út í nóvember 2010.

Hún mun leika í 3. þáttaröð 90210 með Kim og Khloé Kardashian. Þær munu leika sig.

Einkalíf

breyta

Kourtney á synina Mason Dash (f. 14. desember 2009) og Reign Aston Disick (f. 14. desember 2014) og dótturinna Penelope Scotland Disick með fyrrverandi kærastanum Scott Disick.

Kourtney á stjúpdæturnar Atiana Cecelia De La Hoya (f. 29. mars 1999) og Alabama Luella Barker (f. 24. desember 2005) og stjúpsoninn Landon Asher Barker (f. 9. október 2003) frá eiginmanni Travis Barker.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Kourtney Kardashian“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2010.