Olíukreppan 1979 eða önnur olíukreppan kom til vegna minnkandi olíuframleiðslu í Íran eftir Írönsku byltinguna í febrúar 1979. Þótt heimsframleiðsla á olíu hafi aðeins minnkað um ~4% olli það miklu umróti á mörkuðum með þeim afleiðingum að verð hráolíu fór úr $15,85 í $39,50 á tólf mánuðum. Samtök olíuframleiðsluríkja ákváðu í mars að hækka verð um 14,5%. Þau stórgræddu tímabundið á kreppunni. Á endanum varð kreppan til þess að stórauka framboð á olíu frá Alaska, Norðursjó og Sovétríkjunum, sem urðu stærsti olíuframleiðandi heims. Til lengri tíma varð kreppan því til að draga enn úr áhrifum OPEC-ríkjanna, líkt og olíukreppan 1973.

Biðröð við bensínstöð í Maryland í Bandaríkjunum í júní 1979

Olíukreppan átti þátt í að hrinda af stað alvarlegri efnahagskreppu í Bandaríkjunum og víðar í upphafi 9. áratugar 20. aldar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.