Menntaskólinn á Egilsstöðum

Framhaldsskóli á Íslandi

Menntaskólinn á Egilsstöðum er framhaldsskóli við Tjarnarbraut á Egilsstöðum. Menntaskólinn er hýstur í tveimur byggingum, kennsluhúsi og heimavistarbyggingu sem einnig hýsir mötuneyti skólans og hátíðarsal. Íþróttahúsið á Egilsstöðum stendur á móti menntaskólanum. Skólinn var fyrst settur árið 1979. Skólinn býður uppá fjölbreytt nám til stúdentsprófs og heldur einnig úti öflugu fjarnámi í gegnum Canvas, sama fjarnámskerfi og Háskólinn á Akureyri notar.

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Stofnaður 1979
Tegund Framhaldsskóli
Skólastjóri Árni Ólason
Nemendur umþb 200
Nemendafélag NME
Staðsetning Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Gælunöfn ME
Gælunöfn nemenda MEingar
Heimasíða me.is

Menntaskólinn á Egilsstöðum var fyrst settur 14. október 1979 þá einungis í heimavistarbyggingunni í bráðabirgðarkennslustofum. Árið 1983 var klárað að byggja seinni hluta heimavistarbyggingunnar og gat þá tekið við 130 nemendum á vistinni. Langþráð kennsluhús skólans var vígt 1989 og viðbygging við það árið 2006 og batnaði aðstaðan til muna.

Spannar- og áfangakerfi

breyta

Haustið 2011 fékk skólinn leyfi til tilraunakennslu samkvæmt nýrri námskrá, byggðri á lögum um framhaldsskóla frá 2008. Nokkrar breytingar voru gerðar á kennsluháttum við skólann. Skóla árinu var þá skippt í fernt, í fjórar spannir í stað tveggja anna. Þá eru nemendur að jafnaði í þremur áföngum yfir eina spönn í stað þess að vera í t.d. 6 eða fleiri yfir önn. Þetta þýðir að hægt sé að klára áfanga á átta vikum. Stór hluti kennslustunda eru verkefnatímar þar sem nemendur vinna í verkefnum tengdum þeim áföngum sem þeir eru skráðir í.

Námsbrautir

breyta
  • Framhaldsskólabraut 1 og 2 (Til að undarbúa nemendur fyrir að fara á bóknámsbraut)
  • Náttúrufræðibraut (Náttúrufræðilína, heilbrigðislína, íþróttalína, málalína, tæknilína og verkfræðilína)
  • Félagsgreinabraut (Félagsgreinalína, heilbrigðislína, íþróttalína, málalína og tæknilína)
  • Félagsliðabraut (Hægt að velja milli sérhæfingu á að starfa með fötluðum eða öldruðum einstaklingum)
  • Listnámsbraut (Hönnunarlína, íþróttalína, myndlistarlína, málalína, tónlistarlína og tæknilína)
  • Opin braut (Íþróttalína, málalína og tæknilína)
  • Starfsbraut

Skólameistarar frá upphafi

breyta

Heimildir

breyta
  1. https://www.fiskt.is/um-okkur