Idi Amin

3. forseti Úganda (1925-2003)

Idi Amin Dada Oumee (~192516. ágúst 2003) var forseti Úganda frá árinu 1971 til 1979. Valdatíð hans þótti einkennast af mikilli grimmd þar sem talið er að hundruð þúsundir Úgandabúar hafi verið pyntaðir og myrtir. Idi Amin stundaði markvissar kynþáttaofsóknir gegn þjóðarbrotum atsjólímanna, langómanna og fleirum.

Idi Amin
Idi Amin árið 1975.
Forseti Úganda
Í embætti
25. janúar 1971 – 11. apríl 1979
VaraforsetiMustafa Adrisi
ForveriMilton Obote
EftirmaðurYusuf Lule
Persónulegar upplýsingar
FæddurÍ kringum 1925
Koboko, Úganda
Látinn16. ágúst 2003 Jeddah, Sádi-Arabíu
MakiMalyamu (skilin)
Kay (skilin)
Nora (skilin)
Madina
Sarah Kyolaba
Börn43
StarfHerforingi, stjórnmálamaður

Amin komst til valda með valdaráni gegn stjórn Miltons Obote árið 1971. Bretar voru fegnir því að losna við Obote, sem var einræðisherra og lítt hallur undir hagsmuni Breta. Amin átti hins vegar ekki eftir að reynast skárri. Á alþjóðasviðinu varð Amin fljótt frægur fyrir mjög sérviskulega hegðun og fjölmörg kjánaleg ummæli. Þegar Bretar riftu stjórnmálasambandi við Úganda árið 1977 lýsti Amin því yfir að hann hefði „sigrað“ Breta og gaf sjálfum sér titilinn „sigrari breska heimsveldisins“. Undir lok valdatíðar Amins var titill hans í heild sinni: „Hans æruverðuga hátign, forseti til lífstíðar og ofursti Al Hadjí, Doktor Idi Amin, VC, DSO, MC, drottnari allra lifandi skepna og fiska sjávarins og sigurvegari breska heimsveldisins í Afríku og sérstaklega í Úganda“.[1]

Amin hafði undarlegt dálæti á Skotlandi og hann lýsti því yfir að hann væri hinn ókrýndi „síðasti konungur Skotlands“.[2] Öll þessi uppátæki leiddu til þess að utan Úganda var helst litið á Amin sem eins konar ofvaxið barn, meinlausan trúð sem varla bæri að taka alvarlega. Þessi trúðsímynd skyggði nokkuð á skelfileg mannréttindabrot sem viðgengust undir stjórn Amins í Úganda.

Árið 1978 hóf Amin innrás í Tansaníu með herstuðningi frá Muammar Gaddafi. Úgandski herinn galt afhroð í átökunum við Tansaníuher og svo fór að Tansanar gerðu gagnárás inn í Úganda. Tansanar hertóku Kampala og ráku Amin á flótta. Amin slapp til Líbíu en settist síðar að í Sádi-Arabíu, þar sem hann bjó til dauðadags árið 2003.

Tilvísanir

breyta
  1. Jón Gunnar Þorsteinsson (21. ágúst 2002). „Af hverju stundaði Ídí Amín mannát?“. Vísindavefurinn. Sótt 24. mars 2024.
  2. Appiah, Anthony; Henry Louis Gates (1999). Africana: The Encyclopedia of the African and African American Experience.


Fyrirrennari:
Milton Obote
Forseti Úganda
(1971 – 1979)
Eftirmaður:
Yusufu Lule


   Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.