Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga
Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga er verksmiðja Elkem Íslands (áður Íslenska járnblendifélagsins) á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Verksmiðjan var gangsett þann 26. júní árið 1979. Meginafurð verksmiðjunnar er kísiljárn sem notað er við stálframleiðslu. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er 120 þúsund tonn á ári og er hún nú næststærsti framleiðandi kísiljárns í heimi.[1]
Eignarhald og rekstur
breytaJárnblendiverksmiðjan hefur alla tíð verið rekin af Íslenska járnblendifélaginu sem síðan 2008 heitir Elkem Ísland. Norska stórfyrirtækið Elkem AS hefur verið hluthafi í félaginu síðan 1976, og eignaðist það að fullu árið 2003.[2] Elkem AS hefur verið í eigu China National Bluestar (China National Bluestar (Group) Ltd.) síðan 2011, sem aftur á móti er í eigu kínverska ríkisfyrirtækisins ChemChina (China National Chemical Corporation).[3]
Íslenska járnblendifélagið var stofnað þann 28. apríl 1975 af Ríkisstjórn Íslands í samvinnu við bandaríska fyrirtækið Union Carbide. Rúmu ári eftir stofnun félagsins dró Union Carbide sig úr samstarfinu og í stað þess kom norska stórfyrirtækið Elkem AS. Ýmsir aðilar áttu hlut í félaginu áður en áður en Elkem AS eignaðist það að fullu árið 2003.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Om Elkem Foundry Products“ (á norsku). Elkem AS. Sótt 11. maí 2016.
- ↑ 2,0 2,1 „Saga Elkem á Íslandi“. Elkem Ísland. Sótt 11. maí 2016.
- ↑ „Our shareholders“ (á ensku). Elkem AS. Sótt 11. maí 2016.