Geisladiskur
geymslusnið fyrir stafræna gagnadiska
Geisladiskur (ensku: Compact Disc, skammstafað CD) er gagnadiskur, sem einkum er notaður til að geyma tónlist. Diskurinn er jafnstór að flatarmáli og mynddiskur (einnig kallaður DVD), en getur að hámarki geymt um 780 megabæt, sem er um það bil einn sjötti af því gagnamagni sem eldri mynddiskar geta geymt. Geislanum sem les geisladiska er miðað undir geisladiskinn, og hann les diskinn frá miðju og út að brún.[1]
Heimildir
breytaTenglar
breyta- „Hvernig les geislaspilari af geisladisk?“. Vísindavefurinn.
- „Hvort eru geisladiskar lesnir ofan frá eða neðan í geislaspilurum?“. Vísindavefurinn.
- „Hversu lengi geymast gögn á geisladiskum?“. (upprunalega hljóðaði spurningin „Geymsluþol gagna á CD diskum, segulböndum og hörðum diskum? Ég las einhvers staðar mér til hrellingar að geymsluþol CD og harðdiska væri aðeins nokkur ár, en ég hefi komið miklu magni gamalla ljósmyndafilma yfir á CD diska. Hvað er til í þessu?“). Vísindavefurinn.