Kvikmyndasjóður (Ísland)

(Endurbeint frá Kvikmyndasjóður)

Kvikmyndasjóður (ensku: Icelandic Film Fund) er opinber sjóður sem styrkir íslenska kvikmyndagerð. Sjóðurinn var stofnaður með lögum 26. apríl árið 1978 en frumvarp um stofnun slíks sjóðs var fyrst lagt fram af Ragnari Arnalds árið 1975. Það frumvarp var endurskrifað í menntamálaráðherratíð Vilhjálms Hjálmarssonar. Sjóðurinn var stofnaður sama ár og Kvikmyndasafn Íslands. Fyrsta kvikmyndahátíðin var sömuleiðis haldin í Reykjavík í tengslum við Listahátíð sama ár. Frá 1984 til 1998 var sjóðurinn að hluta fjármagnaður með skemmtanaskatti sem lagður var á bíómiða. Árið 2001 var Kvikmyndamiðstöð Íslands stofnuð með nýjum kvikmyndalögum og hefur hún umsjón með Kvikmyndasjóði.

Vörumerki Kvikmyndasjóðs Íslands

Fyrstu styrkirnir úr Kvikmyndasjóði voru greiddir út árið 1979 og námu þeir alls 30 milljónum gamalla króna. Meðal fyrstu kvikmyndanna sem hlutu styrk voru Land og synir, Veiðiferðin, Óðal feðranna, heimildamyndin Í Vestureyjum og teiknimyndin Þrymskviða. Árið 2012 námu veittir styrkir og vilyrði fyrir styrkjum alls rúmlega 300 milljónum króna.[1]

Heimildir

breyta
  • Bergsteinn Sigurðsson, „Þegar kvikmyndin komst á legg - upphaf íslenska kvikmyndavorsins“. Sótt 5. febrúar 2007.
  • „Kvikmyndalög (nr. 137 21. desember 2001)“. Sótt 5. febrúar 2007.
  • „Kvikmyndamiðstöð Íslands - Styrkir KMÍ frá upphafi til 2005“ (PDF). Sótt 7. febrúar 2007.

Tenglar

breyta
   Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. http://www.kvikmyndamidstod.is/media/frettir/Vil_-2012_2112.pdf Styrkir og vilyrði fyrir styrkjum úr Kvikmyndasjóði 2012