John Wayne
John Wayne (26. maí 1907 – 11. júní 1979), einnig þekktur undir auknefninu „hertoginn“ (the Duke) var bandarískur kvikmyndaleikari sem hóf feril sinn í þöglu myndunum á 3. áratug 20. aldar. Hann er aðallega þekktur fyrir leik sinn í vestrum og stórmyndum sem fjalla um síðari heimsstyrjöldina. John lék þó einnig í annars konar myndum, t.d. ævisögulegum myndum, rómantískum gamanmyndum og lögreglumyndum.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist John Wayne.