Satúrnus (reikistjarna)

Reikistjarna í sólkerfinu
Fyrir rómverska guðinn, sjá Satúrnus (guð).

Satúrnus er sjötta reikistjarnan frá sólu. Hann er næststærsta reikistjarna sólkerfisins og einn af gasrisunum. Radíus plánetunnar er að meðaltali níu og hálfum sinnum meiri en radíus jarðar.[11][12] Hann hefur aðeins einn áttunda af þéttleika jarðar, en vegna stærðar sinnar hefur hann 95 sinnum meiri massa.[13][14][15]

Satúrnus ♄
Satúrnus í réttum litum. Mynd frá Cassini.
Einkenni sporbaugs[4][5]
Viðmiðunartími J2000.0
Sólnánd
  • 1.353.572.956 km
  • 9,04807635 AU
Sólfirrð
  • 1.513.325.783 km
  • 10,11595804 AU
Hálfur langás
  • 1.433.449.370 km
  • 9,58201720 AU
Miðskekkja0,055723219
Umferðartími
  • 10.759,22 d
  • 29,4571 ár
  • 24.491,07 Satúrnusdagur[1]
Sólbundinn umferðartími378,09 dagar[2]
Meðal sporbrautarhraði9,69 km/s[2]
Meðalbrautarhorn320,346750°
Brautarhalli
Rishnútslengd113,642811°
Stöðuhorn nándar336,013862°
Tungl~200 hafa sést (62 á föstum sporbrautum, þar af 53 sem hafa verið nefnd)
Eðliseinkenni
Miðbaugsgeisli
  • 60.268 ± 4 km[6][7]
  • 9,4492 jarðir
Heimskautageisli
  • 54.364 ± 10 km[6][7]
  • 8,5521 jarðir
Pólfletja0,09796 ± 0,00018
Flatarmál yfirborðs
  • 4,27×1010 km²[7][8]
  • 83,703 jarðir
Rúmmál
  • 8,2713×1014 km3[2][7]
  • 763,59 jarðir
Massi
  • 5,6846×1026 kg[2]
  • 95,152 jarðir
Þéttleiki0,687 g/cm3[2][7]
(léttari en vatn)
Þyngdarafl við miðbaug
Lausnarhraði35,5 km/s[2][7]
Snúningshraði við miðbaug
  • 9,87 km/s[7]
  • 35.500 km/h
Möndulhalli26,73°[2]
Stjörnulengd norðurpóls40,589°[6]
Stjörnubreidd norðurpóls83,537°[6]
Endurskinshlutfall
  • 0,342 (Bond)
  • 0,47 (gagnskin)[2]
Yfirborðshiti lægsti meðal hæsti
við 1 bar 134 K[2]
við 0,1 bar 84 K[2]
Sýndarbirta+1.47 to −0.24[10]
Sýndarþvermál14,5"–20,1"[2]
(fyrir utan hringa)
Lofthjúpur[2]
Stigulshæð59,5 km
Samsetning
~96% vetni (H2)
~3% helín
~0,4% metan
~0,01%ammóníak
~0,01%sameindir vetnis og tvívetnis (HD)
0,0007%etan
Ís:
ammóníak
vatn
ammóníakshýdrósúlfíð(NH4SH)

Líkt og Júpíter er Satúrnus að mestu leyti úr vetni (75%) og helíni (25%), vatni, metani, ammoníaki og bergi, og er því svipaður að samsetningu og upprunalega geimþokan sem sólkerfið myndaðist úr. Innviðum Satúrnusar svipar til innviða Júpíters. Þeir eru kjarni úr bergi, lag úr fljótandi vetni og lag úr vetni í sameindaformi. Ýmis afbrigði af ís eru einnig til staðar.

Satúrnus er með kjarna úr járn-nikkelblöndu og bergi (kísli og súrefni). Umhverfis kjarnann er fljótandi lag af vetnismálmi, millilag úr fljótandi vetni og helíni, og loks ytra gaslag. Ammóníakskristallar í lofthjúpi Satúrnusar gefa stjörnunni ljósgult yfirbragð. Talið er að rafstraumur í vetnismálmslaginu búi til segulsvið sem er veikara en segulsvið jarðar, en hefur 580 sinnum meira segulvægi vegna stærðarmunar. Styrkur segulsviðs Satúrnusar er um einn tuttugasti af styrk segulsviðs Júpíters.[16] Ysta lag lofthjúpsins er móðukennt og án sterkra andstæðna. Vindhraði á Satúrnusi getur náð 1.800 km/klst, sem er meira en á Júpíter en minna en á Neptúnusi.[17]

Helsta einkenni Satúrnusar eru hringir sem eru mjög umfangsmiklir og aðallega úr ís og grjóti. Satúrnus er með 83 þekkt tungl á braut um sig,[18] þar af 53 sem hafa fengið opinber nöfn. Þá eru ekki meðtalin hundruð smátungla í hringjunum. Stærsta tungl Satúrnusar, og það stærsta í sólkerfinu, er stærra en Merkúr þótt það sé massaminna. Það er eina tunglið í sólkerfinu sem er með lofthjúp að ráði.[19] Þyngdarkraftur við yfirborð er aðeins lítið eitt sterkari en á jörðinni. Maður sem vegur 100 kíló á jörðinni myndi vega 115 kíló á Satúrnusi ef það væri hægt að standa á yfirborðinu.

Satúrnus heitir eftir rómverska guðinum Satúrnusi, sem var guð auðæfa og landbúnaðar. Í grísku var stjarnan nefnd eftir títaninum Krónosi og stjörnutáknið fyrir Satúrnus er myndað úr grísku stöfunum kappa og hró (kr fyrir Krónos).[20] Seinna var þverstriki bætt við. Í kínverskri, japanskri, kóreskri og víetnamskri menningu er hún kölluð „Jarðstjarnan“, byggt á frumefnunum fimm.

Rómverjar nefndu sjöunda dag vikunnar eftir Satúrnusi, Saturni dies, sem varð heiti hans á ensku, Saturday.[21]

Tilvísanir

breyta
  1. Courtney Seligman: „Rotation Period and Day Length“. [skoðað 2009-08-13]. [upphafleg slóð varðveitt á vefsafni].
  2. 2,00 2,01 2,02 2,03 2,04 2,05 2,06 2,07 2,08 2,09 2,10 2,11 2,12 David R. Williams: „Saturn Fact Sheet“. NASA, September 7, 2006, [skoðað 2007-07-31]. [upphafleg slóð varðveitt á vefsafni].
  3. „The MeanPlane (Invariable plane) of the Solar System passing through the barycenter“. 2009-04-03, [skoðað 2009-04-10]. [upphafleg slóð varðveitt á vefsafni].
  4. Donald K. Yeomans: „HORIZONS Web-Interface for Saturn Barycenter (Major Body=6)“. JPL Horizons On-Line Ephemeris System, 2006-07-13, [skoðað 2007-08-08].
  5. Upplýsingar um sporbraut miðast við samþungamiðju Júpíterkerfisins fremur en miðju reikistjörnunnar. Það er vegna þess að samþungamiðjan er stöðugari en miðja reikistjörnunnar sem verður fyrir þyngdaráhrifum af tunglunum.
  6. 6,0 6,1 6,2 6,3 Seidelmann o.fl.. „Report of the IAU/IAG Working Group on cartographic coordinates and rotational elements: 2006“. Celestial Mechanics and Dynamical Astronomy. 98 (3), júlí 2007. 
  7. 7,0 7,1 7,2 7,3 7,4 7,5 7,6 7,7 Miðað er við þann stað í lofthjúp þar sem þrýstingurinn er 1 bar.
  8. „NASA: Solar System Exploration: Planets: Saturn: Facts & Figures“. Solarsystem.nasa.gov, 2011-03-22, [skoðað 2011-08-08]. [upphafleg slóð varðveitt á vefsafni].
  9. „'Astronews' (New Spin For Saturn)“. , bls. 23, November 2009. Astronomy. 
  10. Richard W. Junior Schmude: „Wideband photoelectric magnitude measurements of Saturn in 2000“. Georgia Journal of Science. [skoðað 2007-10-14]. [upphafleg slóð varðveitt á vefsafni].
  11. Brainerd, Jerome James (24. nóvember 2004). „Characteristics of Saturn“. The Astrophysics Spectator. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. október 2011. Sótt 5. júlí 2010.
  12. „General Information About Saturn“. Scienceray. 28. júlí 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. október 2011. Sótt 17. ágúst 2011.
  13. Brainerd, Jerome James (6. október 2004). „Solar System Planets Compared to Earth“. The Astrophysics Spectator. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. október 2011. Sótt 5. júlí 2010.
  14. Dunbar, Brian (29. nóvember 2007). „NASA – Saturn“. NASA. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. september 2011. Sótt 21. júlí 2011.
  15. Cain, Fraser (3. júlí 2008). „Mass of Saturn“. Universe Today. Afrit af uppruna á 26. september 2011. Sótt 17. ágúst 2011.
  16. Russell, C. T.; og fleiri (1997). „Saturn: Magnetic Field and Magnetosphere“. Science. 207 (4429): 407–10. Bibcode:1980Sci...207..407S. doi:10.1126/science.207.4429.407. ISSN 0036-8075. PMID 17833549. S2CID 41621423. Afrit af uppruna á 27. september 2011. Sótt 29. apríl 2007.
  17. „The Planets ('Giants')“. Science Channel. 8. júní 2004.
  18. Rincon, Paul (7. október 2019). „Saturn overtakes Jupiter as planet with most moons“. BBC News. Afrit af uppruna á 7. október 2019. Sótt 11. október 2019.
  19. Munsell, Kirk (6. apríl 2005). „The Story of Saturn“. NASA Jet Propulsion Laboratory; California Institute of Technology. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. ágúst 2008. Sótt 7. júlí 2007.
  20. Jones, Alexander (1999). Astronomical papyri from Oxyrhynchus. bls. 62–63. ISBN 9780871692337. Afrit af uppruna á 30. apríl 2021. Sótt 28. september 2021.
  21. Falk, Michael (júní 1999), „Astronomical Names for the Days of the Week“, Journal of the Royal Astronomical Society of Canada, 93: 122–133, Bibcode:1999JRASC..93..122F, afrit af uppruna á 25. febrúar 2021, sótt 18. nóvember 2020

Tenglar

breyta
   Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.