Alþýðuher Tansaníu (enska: Tanzania People’s Defence Force) er her Tansaníu. Hann var stofnaður í september 1964 úr riffilsveit Tanganjika sem fyrir 1961 voru hluti af bresku hersveitinni Konunglegu afrísku riffilsveitinni (King's African rifles). Frá stofnun hefur verið lögð áhersla á að herinn væri undir borgaralegri stjórn. Flugher Tansaníu og Floti Tansaníu eru deildir í hernum. Herinn hefur á að skipa um 27.000 manna herliði og 80.000 manna varaliði.

Hersýning á Sansibar.

Fyrsta stríðið sem Tansaníuher tók þátt í var Stríð Tansaníu og Úganda 1978-1979.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.