Auður Lilja Erlingsdóttir
Auður Lilja Erlingsdóttir (f. 23. ágúst 1979) er íslenskur stjórnmálafræðingur og fyrrum formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.[1]
Auður Lilja var virk í starfi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, m.a. sem framkvæmdastýra hans árin 2010-2013[2]. Hún var formaður Ungra vinstri grænna árin 2006-2008[3], í þriðja sæti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í Alþingiskosningunum 2007 og í fjórða sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum 2009[4].
Auður Lilja tók tvisvar sæti á Alþingi kjörtímabilið 2007-2009[5], en kjörtímabilið 2009-2013 var hún sá þingmaður sem næstoftast tók sæti á Alþingi sem varamaður, 7 sinnum[6].
Tilvísanir
breyta- ↑ Hernaðarandstæðingur hættur eftir fimmtán ár, Vísir, 20. mars 2015.
- ↑ Hættir sem framkvæmdastýra VG, mbl.is, 30. desember 2013.
- ↑ Auður Lilja nýr formaður UVG, Vísir, 21. september 2006.
- ↑ Framboðslistar VG tilbúnir, mbl.is, 19. mars 2009.
- ↑ Handbók Alþingis 2009, s. 157.
- ↑ Handbók Alþingis 2013, s. 172.