Auður Lilja Erlingsdóttir

Auður Lilja Erlingsdóttir (f. 23. ágúst 1979) er íslenskur stjórnmálafræðingur og fyrrum formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.[1]

Auður Lilja var virk í starfi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, m.a. sem framkvæmdastýra hans árin 2010-2013[2]. Hún var formaður Ungra vinstri grænna árin 2006-2008[3], í þriðja sæti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í Alþingiskosningunum 2007 og í fjórða sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum 2009[4].

Auður Lilja tók tvisvar sæti á Alþingi kjörtímabilið 2007-2009[5], en kjörtímabilið 2009-2013 var hún sá þingmaður sem næstoftast tók sæti á Alþingi sem varamaður, 7 sinnum[6].

Tilvísanir

breyta
  1. Hernaðarandstæðingur hættur eftir fimmtán ár, Vísir, 20. mars 2015.
  2. Hættir sem framkvæmdastýra VG, mbl.is, 30. desember 2013.
  3. Auður Lilja nýr formaður UVG, Vísir, 21. september 2006.
  4. Framboðslistar VG tilbúnir, mbl.is, 19. mars 2009.
  5. Handbók Alþingis 2009, s. 157.
  6. Handbók Alþingis 2013, s. 172.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.