Jörundur Brynjólfsson

Jörundur Brynjólfsson (f. á Starmýri í Álftafirði eystra 21. febrúar 1884, d. 3. desember 1979 í Reykjavík) var íslenskur kennari, bóndi, verkalýðsforingi og þingmaður.

Jörundur var sonur Brynjólfs Jónssonar, bónda, og Guðleifar Guðmundsdóttur. Hann hlaut kennslu á heimili en lauk búfræðiprófi við Búnaðarskólann á Hvanneyri árið 1906 eftir tveggja ára nám, þá 22 ára gamall. Jörundur starfaði sem kennari í Nesjahreppi í eitt ár 1907—8 og lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1909. Hann stundaði nám í kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn í um tíu mánuði, árin 1911 og 1912. Jörundur var ráðinn kennari við barnaskólann í Reykjavík í áratug, frá 1909 til 1919 en fór utan til náms eins og komið hefur fram.

Jörundur sat í bæjarstjórn Reykjavíkur 1916—1919 fyrir hönd Samtaka verkamanna í Reykjavík og sömuleiðis var hann kosinn fyrsti þingmaður nýstofnaðs Alþýðuflokks og sat hann á Alþingi sama tímabil. Jörundur hneigðist frekar til sveitarinnar og gerðist bóndi í Múla í Biskupstungum en þar var hann í þrjú ár, 1919—1922. Þá flutti hann sig um set til Skálholts og var þar í 26 ár, 1922—1948. Þá sat hann í framboði fyrir annan flokk, Framsóknarflokkinn og var kosinn á þing í alþingiskosningunum 1923. Þá sat hann samfellt á þingi sem þingmaður Framsóknarflokksins í 33 ár til ársins 1956. Hann var forseti neðri deildar Alþingis árin 1931-42 og svo 1942-5, og forseti sameinaðs þings Loks bjó hann í Kaldaðarnesi í Flóa 1948—1963, hann andaðist í Reykjavík 95 ára að aldri.

Tenglar

breyta


Fyrirrennari:
Jón Pálmason
Forseti Sameinaðs Alþingis
(1953 – 1956)
Eftirmaður:
Emil Jónsson


   Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.