Felicia Day
Felicia Day (fædd Kathryn Felicia Day, 28. júní 1979) er bandrísk leikkona, höfundur og framleiðandi sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Supernatural, Eureka og The Guild.
Felicia Day | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Kathryn Felicia Day 28. júní 1979 |
Ár virk | 2001 - |
Helstu hlutverk | |
Holly Marten í Eureka Codex í The Guild Charlie Bradbury í Supernatural |
Einkalíf
breytaDay fæddist í Huntsville, Alabama. Day byrjaði leiklistarferil sinn átta ára gömul þegar hún lék skáta í leikritinu To Kill a Mockingbird. Stundaði hún síðan óperusöng og ballett sem atvinnumaður og kom fram á tónleikum og keppnum um öll bandaríkin .[1]
Day stundaði nám við Texas-háskólann í Austin og útskrifaðist þaðan með tvöfalda gráðu í stærðfræði og fiðluleik.[2][3]
Day spilar mikið af tölvu-og sjónvarpsleikjum en mikið af vinnu hennar við netseríuna The Guild er byggð á hennar eigin reynslu.[4]
Ferill
breytaNetsería
breytaDay er höfundurinn að netseríunni The Guild en hún er einnig handritshöfundur og einn aðalleikari seríunnar. [5] Fyrsta þáttaröðin var sýnd á YouTube þar sem þátturinn náði milljónum áhorfenda.[6] Önnur þáttaröðin var frumsýnd á vídeórásunum Xbox Live, MSN Video og The Zune Marketplace eftir að Microsoft gerði samning við The Guild. Samningurinn gerði það að verkum að Day, leikaranir og aðrir starfsmenn fengu greitt fyrir vinnu sína. Til þessa hafa sex þáttaraðir verið gerðar. Þátturinn hefur unnið til nokkurra verðlauna á borð við Greenlight verðlaunin fyrir bestu upprunalegu stafrænu seríuna á South by Southwest hátíðinni,[7]YouTube verðlaunin fyrir bestu seríuna,[8] Yahoo verðlaunin fyrir bestu seríuna,[9] og 2009 Streamy verðlaunin fyrir bestu gaman netseríuna, besta leikkonan í gaman netseríu og besti leikhópur í netseríu.[10]
Í mars 2012, tilkynnti Day að hún myndi stofna YouTube rásina, "Geek & Sundry".[11] Rásin tók yfir framleiðslu á The Guild þættinum fyrir sjöttu þáttaröðinni. Day hefur verið kynnir fyrir þætti á borð við The Flog, Vaginal Fantasy, Felicia's Ark, og Co-Optitude á rásinni.
Day hefur einnig komið fram í netseríum á borð við Dr. Horrible´s Sing-Along Blog, MyMusic, Husbands og My Gimpy Life.
Sjónvarp
breytaFyrsta sjónvarpshlutverk Day var árið 2001 í sjónvarpsþættinum Emeril'. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Vampírubanann Buffy, Monk, House, Lie to Me og Dollhouse.
Day lék vísindakonuna Holly Marten í vísindaskáldaskaparþættinum Eureka frá 2011-2012.
Síðan 2012 hefur Day verið með stórt gestahlutverk sem Charlie Bradbury í Supernatural.
Kvikmyndir
breytaFyrsta kvikmyndahlutverk Day var árið 2001 í Strings. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Delusional, The Mortician´s Hobby, God´s Waiting List og Loki and Sageking Go to GenCon.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
2001 | Strings | ónefnt hlutverk | |
2003 | Backslide | Maddie | |
2003 | Delusional | ónefnt hlutverk | |
2004 | Final Sale | Felicia | |
2004 | The Mortician´s Hobby | Tiffany | |
2005 | Short Story Time | Felicia | |
2006 | God´s Waiting List | Trixie | |
2007 | Splitting Hairs | Sugar girl | |
2008 | Dear Me | Pipsy | |
2010 | Loki and SageKing Og to GenCon | Felicia Day | |
2012 | Rock Jocks | Alison | |
2013 | Lust for Love | Mary | Í eftirvinnslu |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
2001 | Emeril | Cherie | Þáttur: Whose Life Is It Anyway |
2002 | Maybe It´s Me | Cookie | Þáttur: The Crazy-Girl Episode |
2002 | House Blend | Pam | Sjónvarpsmynd |
2002 | They Shoot Divas, Don´t They? | Símadama | Sjónvarpsmynd |
2003 | For the People | Nicole | Þáttur: Nexus |
2003 | Vampírubaninn Buffy | Vi | 8 þættir |
2001-2003 | Undeclared | Sheila | 2 þættir |
2004 | June | June Marie Jacobs | Sjónvarpsmynd |
2004 | Bring It on Again | Penelope | Vídeó |
2004 | Century City | Sheryl | Þáttur: The Haunting |
2004 | Strong Medicine | Vinur Jesses | Þáttur: Positive Results |
2004 | One on One | Sarah | Þáttur: We´ll Take Manhattan |
2005 | Warm Springs | Eloise Hutchinson | Sjónvarpsmynd |
2005 | Mystery Woman: Vision of a Murder | Emily Claire | Sjónvarpsmynd |
2005 | Monk | Mrs. Heidi Gefsky | Þáttur: Mr. Monk Gets Drunk |
2006 | Love, Inc | Natalie | Þáttur: Hello, Larry |
2006 | Windfall | Danielle | 2 þættir |
2008 | Prairie Fever | Blue | Vídeó |
2008 | Dr. Horrible´s Sing-Along Blog | Penny | 3 þættir |
2008 | House | Apple | Þáttur: Not Cancer |
2008 | Atom TV | Fairy | 2 þættir |
2008 | The Jace Hall Show | ónefnt hlutverk | Þáttur: Felicia Day and the Prince of Persia Launch Party |
2009 | Roommates | Alyssa | 3 þættir |
2009 | My Boys | Heather | Þáttur: Madder of Degrees |
2009 | Three Rivers | Jeni | Þáttur: A Roll of the Dice |
2009 | Lie to Me | Miss Angela | Þáttur: Tractor Man |
2009 | The Guild Sells Out | Syd | Sjónvarpssería |
2010 | Lee Mathers | Paige | Sjónvarpsmynd |
2009-2010 | Dollhouse | Mag | 2 þættir |
2010 | Rock of the Dead | Mary Beth | Vídeóleikur Talaði inn á |
2010 | Fallout: New Vegas | Veronica Renata Santangelo | Vídeóleikur Talaði inn á |
2008-2010 | The Legend of Neil | Fairy | 11 þættir |
2010 | Red: Werewolf Hunter | Virginia ‘Red‘ Sullivan | Sjónvarpsmynd |
2010 | The Jeff Lewis 5 Minute Comedy Hour | Skrifstofukona | Þáttur: Date |
2011 | Dragon Age II | Tallis | Vídeóleikur Talaði inn á |
2010-2011 | Generator Rex | Annie | 3 þættir |
2011 | Chronicles of Humanity: Descent | Amanda Wood | Talaði inn á |
2011 | Dragon Age: Redemption | Tallis | 6 þættir |
2012 | MyMusic | Gorgol | Þáttur: Invisible |
2011-2012 | Eureka | Holly Marten | 18 þættir |
2012 | My Gimpy Life | Felicia | 2 þættir |
2012 | Guild Wars 2 | Zoija | Vídeóleikur Talaði inn á |
2012 | Sexy Pizza Girl | 2 þættir | |
2012 | Fish Hooks | Angela | 3 þættir |
2007-2012 | The Guild | Codex | 63 þættir |
2012 | The Flog | Violin | Þáttur: Bach to the Future: Felicia Day & Tom Lenk |
2012 | Dan Vs. | The Boss | Þáttur: Dan Vs. The Boss |
2012-2013 | Supernatural | Charlie Bradbury | 3 þættir |
2012-2013 | The High Fructose Adventures of Annoying Orange | Peach | 22 þættir |
2012 | Star Wars: Detours | ónefnt hlutverk | Talaði inn á Í framleiðslu |
Handritshöfundur
breyta- 2012-2013: TableTop (28 þættir) – Höfundur þáttarins
- 2013: The Flog (Þáttur: Felicia Day: Gamer Poetry)
- 2007-2012: The Guild (58 þættir) – Höfundur þáttarins
- 2011: Dragon Age: Redemption (Þáttur: Tallis)
Framleiðandi
breyta- 2012-2013: TableTop (28 þættir/Framleiðslustjóri)
- 2013: Fetch Quest (Sjónvarpssería/Framleiðslustjóri)
- 2012: The Flog (13 þættir/Framleiðandi)
- 2012-2013: The Flog (31 þættir/Framleiðslustjóri)
- 2012: The Guild (3 þættir/Framleiðslustjóri)
- 2007-2011: The Guild (55 þættir/Framleiðandi)
- 2012: Written by a Kid (7 þættir/Framleiðslustjóri)
- 2012: Sword & Laser (8 þættir/Framleiðslustjóri)
- 2012: Dark Horse Motion Comics (Sjónvarssería/Framleiðslustjóri)
- 2011: Dragon Age: Redemption (1 þáttur/Framleiðslustjóri)
- 2009: The Guild Sells Out (Sjónvarpssería/Framleiðandi)
- 2009: Do You Wanna Date My Avatar (Vídeó/Framleiðandi)
Verðlaun og tilnefningar
breytaInaugural IAWTV-verðlaunin
- 2013: Verðlaun fyrir besta Non-Fictionhandritið fyrir The Flog.
- 2012: Verðlaun fyrir besta gamanhandritð fyrir The Guild.
- 2012: Verðlaun sem besta leikkona í gamanþætti fyrir The Guild.
Streamy-verðlaunin
- 2013: Tilnefnd fyrir besta gamanhandritið fyrir The Guild.
- 2013: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki fyrir MyMusic.
- 2010: Verðlaun sem besta leikkona í gaman-netseríu fyrir The Guild.
- 2010: Tilnefnd sem besti leikhópur í netseríu fyrir The Guild.
- 2010: Tilnefnd fyrir besta gamanhandritið í gaman-netseríu fyrir The Guild.
- 2009: Verðlaun sem besta leikkona í gaman-netseríu fyrir The Guild.
- 2009: Verðlaun sem besti leikhópur í gaman-netseríu fyrir The Guild.
- 2009: Tilnefnd fyrir besta gamanhandritið í gaman-netseríu fyrir The Guild.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Cover Girl Felicia Day (Part I) with Melissa A. Bartell“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. júlí 2012. Sótt 26. október 2012.
- ↑ Hryb, Larry (25. janúar 2009). „Major Nelson: Show #306 : Felicia Day, RE5 and enforcement on Xbox LIVE“. Felicia Day interview. MajorNelson.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. febrúar 2009. Sótt 27. janúar 2009.
- ↑ Trapani, Gina."How Dr. Horrible's Felicia Day Gets Things Done" Geymt 30 maí 2013 í Wayback Machine, LifeHacker. August 4, 2008.
- ↑ "Gaming Nexus Interview 2/18/2009". Skoðað 24. desember, 2009.
- ↑ Monica Hesse (3. apríl 2012). „Felicia Day: A rising star for the Internet geek“. The Washington Post.
- ↑ Daisy Whitney (March 2008). "Popular but Not Profitable" Geymt 11 apríl 2008 í Wayback Machine. TelevisionWeek, 27(8), 3,28. Retrieved November 5, 2008, from ABI/INFORM Global database. (Document ID: 1454502881).
- ↑ Press Release. "The Guild And "Knock Off" Take Top Honors At The Greenlight Awards" Geymt 16 maí 2008 í Wayback Machine, ON Networks Inc. March 11, 2008. Retrieved on November 5, 2008.
- ↑ 2007 Youtube Video Awards, List of 2007 Winners. Retrieved on November 5, 2008.
- ↑ "The Yahoo! Video Awards: The Results!" Geymt 22 mars 2008 í Wayback Machine, Yahoo Video Blog. March 21, 2008. Retrieved on November 5, 2008.
- ↑ „2009 Streamy Awards“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. janúar 2010. Sótt 19. september 2013.
- ↑ Gaudiosi, John (17. mars 2012). „WonderCon 2012: Felicia Day Launches Geek & Sundry YouTube Channel“. Forbes. Sótt 19. mars 2012.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Felicia Day“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. september 2013.
- Felicia Day á IMDb
- Heimsíða Felicia Day