Sámal Elias Frederik Joensen-Mikines (fæddur í Mykinesi 23. febrúar 1906, dáinn í Kaupmannahöfn 21. september 1979) var færeyskur myndlistarmaður og frægasti listmálari Færeyinga. Reyndar telst Mikines faðir færeyskrar myndlistar.

Myndlist lærði hann við Akademíuna í Kaupmannahöfn á árunum 1928 til 1932. Upp frá því helgaði hann myndlistinni krafta sína. Að námi loknu snéri Mikines heim til Færeyja og bjó þá ýmist á Mykinesi eða Þórshöfn, en einnig í Kaupmannahöfn. Heimaslóðanna vitjaði hann nánast á hverju sumri og viðaði að sér efni í list sína. Á sjöunda áratugi 20. aldar sótti hann einnig myndefni til Borgundarhólms.

Verk Mikines eru í norrænum anda expressjónismans. Forgengileiki mannlegrar tilveru og stórbrotin náttúra, með manninn sem hluta hennar eru algeng viðfangsefni í verkum hans.

Árið 2006 gaf forlag Einars Matthíassonar, Nesútgáfan, út vandað listaverkarit með myndum eftir Mikines. Textinn er eftir Aðalstein Ingólfsson.

Myndir eftir Mikines

breyta


   Þetta æviágrip sem tengist myndlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.