Ólafur Jóhannesson (f. 1913)

Ólafur Jóhannesson (fæddur 1. mars 1913 í Stór Holti í Fljótum, dáinn 20. maí 1984) var íslenskur stjórnmálamaður sem gegndi tvisvar embætti forsætisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn en hann var formaður flokksins 1968-1979.

Ólafur Jóhannesson
Forsætisráðherra Íslands
Í embætti
14. júlí 1971 – 28. ágúst 1974
ForsetiKristján Eldjárn
ForveriJóhann Hafstein
EftirmaðurGeir Hallgrímsson
Í embætti
1. september 1978 – 15. október 1979
ForsetiKristján Eldjárn
ForveriGeir Hallgrímsson
EftirmaðurBenedikt Gröndal
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
1959 1959  Skagafjörður  Framsóknarfl.
1959 1979  Norðurland v.  Framsóknarfl.
1979 1984  Reykjavík  Framsóknarfl.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1. mars 1913
Stórholti í Fljótum, Íslandi
Látinn20. maí 1984 (71 árs)
StjórnmálaflokkurFramsóknarflokkurinn
MakiDóra Guðrún Magdalena Ásta Guðbjartsdóttir (g. 1941)
Börn3
HáskóliHáskóli Íslands
Æviágrip á vef Alþingis

Náms- og starfsferill

breyta

Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1935 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1939 (Hdl. 1942). Hann stundaði framhaldsnám í Svíþjóð og Danmörku 1945-46.

Ólafur starfaði sem lögfræðingur og endurskoðandi SÍS 1939-43. Hann rak samhliða eigin málflutninsskrifstofu með Ragnari Ólafssyni hrl. Ólafur kenndi sem stundakennari við Samvinnuskólann 1937-43 og Kvennaskólann 1942-44. Hann var framkvæmdastjóri félagsmáladeildar SÍS og lögfræðilegur ráðunautur þess 1944. Ólafur var prófessor við lagadeild HÍ 1947-78 (kenndi ekki frá 1971). Hann gegndi oft varadómarastörfum við Hæstarétt 1949-71. Hann var forsætis-, dóms- og kirkjumálaráðherra 1971-74 og 1978-79, dóms- og kirkjumálaráðherra og viðskiptaráðherra 1974-78 og utanríkisráðherra 1980-83.

Hann var þingmaður Skagafjarðarsýslu 1959, Norðurlands vestra 1959-79 og Reykjavíkur 1979-84. Vilmundur Gylfason, sakaði Ólaf, sem þá var dómsmálaráðherra, um að hafa haft óeðlileg afskipti af Geirfinnsmálinu.

Fjölskylda

breyta

Ólafur kvæntist 1941 Dóru Guðbjartsdóttur (f. 1915). Þau eignuðust þrjú börn.

Tenglar

breyta


Fyrirrennari:
Jóhann Hafstein
Forsætisráðherra Íslands
(14. júlí 197128. ágúst 1974)
Eftirmaður:
Geir Hallgrímsson
Fyrirrennari:
Geir Hallgrímsson
Forsætisráðherra Íslands
(1. september 197815. október 1979)
Eftirmaður:
Benedikt Sigurðsson Gröndal
Fyrirrennari:
Eysteinn Jónsson
Formaður Framsóknarflokksins
(19681979)
Eftirmaður:
Steingrímur Hermannsson