Ólafur Jóhannesson (f. 1913)
Ólafur Jóhannesson (fæddur 1. mars 1913 í Stór Holti í Fljótum, dáinn 20. maí 1984) var íslenskur stjórnmálamaður sem gegndi tvisvar embætti forsætisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn en hann var formaður flokksins 1968-1979.
Ólafur Jóhannesson | |||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Forsætisráðherra Íslands | |||||||||||||||||
Í embætti 14. júlí 1971 – 28. ágúst 1974 | |||||||||||||||||
Forseti | Kristján Eldjárn | ||||||||||||||||
Forveri | Jóhann Hafstein | ||||||||||||||||
Eftirmaður | Geir Hallgrímsson | ||||||||||||||||
Í embætti 1. september 1978 – 15. október 1979 | |||||||||||||||||
Forseti | Kristján Eldjárn | ||||||||||||||||
Forveri | Geir Hallgrímsson | ||||||||||||||||
Eftirmaður | Benedikt Gröndal | ||||||||||||||||
Alþingismaður | |||||||||||||||||
| |||||||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||||||
Fæddur | 1. mars 1913 Stórholti í Fljótum, Íslandi | ||||||||||||||||
Látinn | 20. maí 1984 (71 árs) | ||||||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Framsóknarflokkurinn | ||||||||||||||||
Maki | Dóra Guðrún Magdalena Ásta Guðbjartsdóttir (g. 1941) | ||||||||||||||||
Börn | 3 | ||||||||||||||||
Háskóli | Háskóli Íslands | ||||||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Náms- og starfsferill
breytaÓlafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1935 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1939 (Hdl. 1942). Hann stundaði framhaldsnám í Svíþjóð og Danmörku 1945-46.
Ólafur starfaði sem lögfræðingur og endurskoðandi SÍS 1939-43. Hann rak samhliða eigin málflutninsskrifstofu með Ragnari Ólafssyni hrl. Ólafur kenndi sem stundakennari við Samvinnuskólann 1937-43 og Kvennaskólann 1942-44. Hann var framkvæmdastjóri félagsmáladeildar SÍS og lögfræðilegur ráðunautur þess 1944. Ólafur var prófessor við lagadeild HÍ 1947-78 (kenndi ekki frá 1971). Hann gegndi oft varadómarastörfum við Hæstarétt 1949-71. Hann var forsætis-, dóms- og kirkjumálaráðherra 1971-74 og 1978-79, dóms- og kirkjumálaráðherra og viðskiptaráðherra 1974-78 og utanríkisráðherra 1980-83.
Hann var þingmaður Skagafjarðarsýslu 1959, Norðurlands vestra 1959-79 og Reykjavíkur 1979-84. Vilmundur Gylfason, sakaði Ólaf, sem þá var dómsmálaráðherra, um að hafa haft óeðlileg afskipti af Geirfinnsmálinu.
Fjölskylda
breytaÓlafur kvæntist 1941 Dóru Guðbjartsdóttur (f. 1915). Þau eignuðust þrjú börn.
Tenglar
breyta- Æviágrip á Alþingisvefnum
- Stjórnmálamaðurinn Ólafur Jóhannesson, Morgunblaðið 20. nóvemer 1979
- Ólafur Jóhannesson látinn; andlátsgrein í Morgunblaðinu 1984[óvirkur tengill]
- Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi forsætisráðherra; minningargreinar í Morgunblaðinu 1984
- Ólafur Jóhannesson; grein í Morgunblaðinu 1984
Fyrirrennari: Jóhann Hafstein |
|
Eftirmaður: Geir Hallgrímsson | |||
Fyrirrennari: Geir Hallgrímsson |
|
Eftirmaður: Benedikt Sigurðsson Gröndal | |||
Fyrirrennari: Eysteinn Jónsson |
|
Eftirmaður: Steingrímur Hermannsson |