Sex Pistols
Sex Pistols var bresk pönkhljómsveit sem var stofnuð í London árið 1975. Upphaflegir hljómsveitarmeðlimir voru söngvarinn Johnny Rotten (John Lydon), gítarleikarinn Steve Jones, trommuleikarinn Paul Cook og bassaleikarinn Glen Matlock. Matlock yfirgaf hljómsveitina 1977 og Sid Vicious tók við. Hljómsveitin gaf aðeins út fjórar smáskífur og eina breiðskífu, Never Mind the Bollocks, Here's the Sex Pistols árið 1977, en er samt sem áður ein frægasta hljómsveit fyrstu pönkbylgjunnar í Bretlandi.
Johnny Rotten yfirgaf hljómsveitina eftir stormasama Bandaríkjaferð 1978 og Sid Vicious lést úr of stórum skammti heróíns í febrúar 1979 skömmu eftir að hljómsveitin lagði upp laupana.
Sveitin kom aftur saman nokkrum sinnum á milli 1996-2008.