ABBA

sænsk popphljómsveit

ABBA var vinsæl sænsk popphljómsveit, sem starfaði frá 1972 til 1982 en kom saman árið 2016 og gerðu nýja tónlist. Hljómsveitin varð fræg er hún vann Eurovision keppnina árið 1974, með laginu „Waterloo“. ABBA var ein af vinsælustu hljómsveitum heims á diskóárunum og átti marga góða smelli fyrir utan Waterloo, m.a. „Dancing Queen“, „Mamma Mia“ og „Money, Money, Money“. Meðlimir hljómsveitarinnar eru: Anni-Frid Lyngstad, Benny Andersson, Björn Ulvaeus og Agnetha Fältskog og var nafn hljómsveitarinnar myndað úr upphafsstöfum nafna þeirra. Þau Agnetha og Björn voru hjón á tímabilinu 1971 til 1979. Síðar giftust Benny og Anni-Frid og voru gift á árunum 1978 til 1981.

ABBA
ABBA árið 1974 (frá vinstri) Benny Andersson, Anni-Frid Lyngstad (Frida), Agnetha Fältskog, og Björn Ulvaeus
ABBA árið 1974 (frá vinstri)
Benny Andersson, Anni-Frid Lyngstad (Frida),
Agnetha Fältskog, og Björn Ulvaeus
Upplýsingar
Önnur nöfnBjörn & Benny, Agnetha & Anni-Frid
UppruniStokkhólmur, Svíþjóð
Ár
  • 1972–1982
  • 2016–2022
Stefnur
Útgáfufyrirtæki
Meðlimir
Vefsíðaabbasite.com

Kvikmyndin Mamma Mia! var gerð úr lögum frá hljómsveitinni frægu. Benny Andersson og Björn Ulvaeus hjálpuðu til við gerð myndarinnar og koma þeir fram í laginu „Man after midnight“.

Árið 2018 kom ABBA aftur saman eftir 35 ára hlé og tók upp tvö lög. ABBA safnið í Stokkhólmi opnaði árið 2013. Árið 2021 kom út Voyage, fyrsta plata þeirra í 40 ár. Ári síðar voru haldnir sýndarveruleikatónleikar með hljómsveitinni.[1]

Benny Anderson tilkynnti að ekkert myndi gerast hjá sveitinni eftir það.

Breiðskífur

breyta
  • Ring Ring (1973)
  • Waterloo (1974)
  • ABBA (1975)
  • Arrival (1976)
  • The Album (1977)
  • Voulez-Vous (1979)
  • Super Trouper (1980)
  • The Visitors (1981)
  • The Voyage (2021)

Tilvísanir

breyta

Tengill

breyta
   Þessi dægurmenningagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
   Þessi Svíþjóðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.