Linkin Park

bandarísk rokkhljómsveit

Linkin Park er rokkhljómsveit frá Los Angeles í Bandaríkjunum. Hún flokkast undir nu metal eða rappmetal og blandar saman rappi, rokki og raftónlist. Sveitin er yfirleitt talin sigursælasta sveitin í sínum geira, aðallega fyrir sína fyrstu breiðskífu, Hybrid Theory, frá árinu 2000, en sú plata hefur selst í yfir 20 milljónum eintaka um allan heim.

Einkennismerki sveitarinnar frá 2001-2007.
LP á tónleikum í Montreal (2014).

Söguágrip

breyta

Hljómsveitin var stofnuð árið 1996 af þremur skólafélögum Mike Shinoda, Rob Bourdon, og Brad Delson. Eftir nokkurt streð með söngvara fundu þeir Chester Bennington, söngvara frá Arizona. Fyrsta plata þeirra Hybrid Theory kom út árið 2000 náði öðru sæti á Billboard plötulistanum. Linkin Park var boðið að hita upp fyrir Metallicu á Summer Sanitarium tónleikaferðalaginu árið 2003. Þar léku Mudvayne, Deftones, Linkin Park, Limp Bizkit og Metallica. Önnur plata bandsins, Meteroa náði þriðja sæti yfir mest seldu plöturnar í Bandaríkjunum.

Minutes to Midnight

breyta

Hljómsveitin hélt í hljóðver árið 2006 eftir nokkurt hlé til að taka upp nýja plötu sem koma átti út síðla sama árs. Þegar fór að síga á seinni hlutann á árinu var hins vegar tilkynnt að útgáfu plötunnar hefði verið frestað. Síðar átti eftir að koma í ljós útskýring á því, en að sögn Mikes Shinoda vildi hljómsveitin ekki stöðva það skrið sem komið var á lagasmíðarnar fyrir plötuna. Að lokum reyndust sexmenningarnir hafa samið um 150 prufur fyrir plötuna, sem fæstar urðu að full- eða hálfmótuðum lögum. Að lokum stóðu 17 uppi 17 lög að lokinni 14 mánaða hugmyndavinnu, og af þeim fóru 12 á nýjustu plötuna sem hlaut nafnið Minutes to Midnight, en það nafn er vísun í dómsdagsklukku sem búin var til að sýna hversu langt eða stutt er í að mannkynið hefji kjarnorkustríð.

Á plötunni kvað við nýjan tón, bókstaflega. Sveitin hafði horfið frá fyrri rappáhrifum, og hugsað hljóm sinn upp á nýtt. Nú mátti heyra rokk án rapps, og poppaðar ballöður. Einungis tvö lög innihéldu rapp, og við fyrstu sýn virtust rapparinn og plötusnúðurinn hafa horfið af yfirborðinu. Við nánari athugun reyndust þeir einungis í öðrum hlutverkum en áður. Rapparinn var orðinn að rytmagítarleikara, og plötusnúðurinn þeytti ekki lengur skífum heldur lagði til skjalanna samplaða takta og fleira.

Andlát Benningtons

breyta

Þann 20. júlí árið 2017 fannst Chester Bennington látinn á heimili sínu í Kaliforníu eftir að hafa hengt sig. Bennington hafði glímt við vímuefnafíkn, orðið fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á ævi sinni. Hann lét eftir sig konu og 6 börn (3 af fyrra hjónabandi).

Meðlimir

breyta

Núverandi

breyta
  • Brad Delson - gítar, bassi (lék einungis á bassa meðan bassaleikara vantaði) (frá 1996)
  • Rob Bourdon - trommur, slagverk (frá 1996)
  • Mike Shinoda - rapp, söngur, gítar, hljómborð, taktar, sömpl (frá 1996)
  • Dave Farrell - bassi, selló, fiðla (1996-9 og frá 2001)
  • Joseph Hahn - skífuþeytingar, hljóðgervill, hljómborð, taktar, sömpl, gítar (frá 1996)

Fyrrverandi

breyta
  • Chester Bennington - söngur, gítar (frá 1999-2017)
  • Scott Koziol-bassi/Kyle Christener-bassi/Mark Wakefield-söngur

Útgefið efni

breyta
  • Xero Demo Tape - 1997, gefin út af sveitinni sjálfri
  • Hybrid Theory EP - 1999, gefin út af sveitinni sjálfri
  • Hybrid Theory - 2000, Warner Brothers
  • Reanimation - 2002, Warner Brothers/Machine Shop
  • Meteora - 2003, Warner Brothers/Machine Shop
  • Live in Texas - 2003, Warner Brothers/Machine Shop
  • Collision Course (ásamt Jay-Z) - 2004, Warner Brothers/Machine Shop/Roc-a-Fella Records
  • Minutes to Midnight - 2007, Warner Brothers/Machine Shop
  • Road to Revolution: Live at Milton Keynes - 2008, Warner Brothers/Machine Shop
  • A Thousand Suns - 2010, Warner Brothers/Machine Shop
  • Living Things - 2012, Warner Brothers/Machine Shop
  • The Hunting Party - 2014
  • One More Light - 2017
  • From Zero - 2024

Tenglar

breyta