Tollur er skattur sem lagður er á vörur sem fluttar eru milli ríkja. Tollur er reiknaður út frá virði vörunnar og er innheimtur í landinu sem varan er flutt inn í. Í mörgum löndum er einstaklingum leyft að flytja inn tiltekið magn af ákveðinni vöru, svo sem áfengi, tollfrjálst. Með fríverslunarsamningum er hægt að lækka eða fella niður tolla á margar vörur. Tolla má nota til að stýra framboði innfluttra vara og ýta þannig undir innlenda framleiðslu.

Tollur er frábrugðinn virðisaukaskatti sem lagður er á vöru burtséð frá uppruna hennar. Við innflutning þarf að greiða bæði tolla og virðisaukaskatt. Vörur sem greiða þarf tolla á kallast tollskyldar.

Í tollabandalagi eru engir tollar lagðir á vörur sem fluttar eru innan þess. Hins vegar gilda sameiginlegir ytri tollar gagnvart ríkjum utan bandalagsins. Dæmi um tollabandalög eru m.a. Evrópusambandið og Evrasíska efnahagssambandið.

Tengt efni breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.