Norah Jones (fædd Geethali Norah Jones Shankar, 30. mars 1979) er bandarískur tónlistarmaður, tónskáld og kvikmyndaleikari. Tónlist hennar er blanda af þjóðlaga-, sálar- og kántrýtónlist. Það vakti athygli þegar Norah gerði samning við Blue Note-tónlistarútgáfuna 2002, sem fram að því hafði eingöngu gefið út djasstónlist. Norah hefur hlotið fjölda viðurkenninga og slegið sölumet. Hún er dóttir sítarleikarans Ravi Shankar og hálfsystir Anoushka Shankar sem spilar líka á sítar.

Norah Jones

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta

Tengill

breyta