Andrés Ingi Jónsson

Andrés Ingi Jónsson (f. 16. ágúst 1979) er íslenskur stjórnmálamaður. Andrés var fyrst kjörinn á Alþingi fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í Alþingiskosningum árið 2016.

Andrés Ingi Jónsson
Fæðingardagur: 16. ágúst 1979 (1979-08-16) (40 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
9. þingmaður Reykavíkurkjördæmis norður
Flokkur: Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Nefndir: Allsherjar- og menntamálanefnd, velferðarnefnd
Þingsetutímabil
2016-2019 í Reykv. n. fyrir Vg.
2019- í Reykv. n. fyrir Ufl.
= stjórnarsinni
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Menntun og fyrri störfBreyta

Andrés lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1998 og B.A. prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2004. Hann stundaði nám í þýsku og heimspeki í Berlín 2004-2006 og lauk M.A. prófi í stjórnmálafræði við University of Sussex 2007.

Andrés starfaði sem blaðamaður hjá 24 stundum árin 2007-2008 og var nefndarritari hjá Stjórnlagaráði 2011. Hann gegndi stöðu aðstoðarmanns Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra 2010[1] og var aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, 2011-2013[2].

Þann 27. nóvember árið 2019 sagði Andrés sig úr þingflokki Vinstri grænna og tilkynnti að hann myndi sitja sem óháður þingmaður út kjörtímabilið.[3] Ástæða hans var óánægja með stjórnarsamstarf Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, en Andrés hafði áður kosið gegn stjórnarsáttmála flokkanna.[4]

TilvísanirBreyta

  1. „Andrés aðstoðar Álfheiði“. sunnlenska.is . 1. maí 2010. Sótt 13. ágúst 2019.
  2. „Andrés aðstoðar Svandísi“. sunnlenska.is . 1. september 2011. Sótt 13. ágúst 2019.
  3. Ingvar Þór Björnsson (27. nóvember 2019). „Andrés Ingi segir sig úr þingflokki Vinstri grænna“. RÚV. Sótt 27. nóvember 2019.
  4. Ingvar Þór Björnsson (27. nóvember 2019). „„Heildarmyndin var orðin óvinnandi““. RÚV. Sótt 27. nóvember 2019.