Andrés Ingi Jónsson

Andrés Ingi Jónsson (f. 16. ágúst 1979) er íslenskur stjórnmálamaður. Andrés var fyrst kjörinn á Alþingi fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í Alþingiskosningum árið 2016. Hann sagði sig síðar úr Vinstri grænum árið 2019 og var utan þingflokka þar til að hann gekk til liðs við Pírata árið 2021 og datt út af þingi í alþingiskosningunum 2024.

Andrés Ingi Jónsson (AIJ)
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2016 2019  Reykjavík n.  Vinstri græn
2019 2021  Reykjavík n.  utan flokka
2021 2024  Reykjavík n.  Píratar
Persónulegar upplýsingar
Fæddur16. ágúst 1979 (1979-08-16) (45 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurVinstri græn (til 2019)
Píratar (eftir 2021)
Æviágrip á vef Alþingis

Menntun og fyrri störf

breyta

Andrés lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1998 og B.A. prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2004. Hann stundaði nám í þýsku og heimspeki í Berlín 2004-2006 og lauk M.A. prófi í stjórnmálafræði við University of Sussex 2007.

Andrés starfaði sem blaðamaður hjá 24 stundum árin 2007-2008 og var nefndarritari hjá Stjórnlagaráði 2011. Hann gegndi stöðu aðstoðarmanns Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra 2010[1] og var aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, 2011-2013[2].

Stjórnmálaferill

breyta

Andrés hóf stjórnmálaferil sinn í Vinstri grænum í ársbyrjun 2009[3]. Hann tók fyrst sæti á lista flokksins í Alþingiskosningum það sama ár. Hann tók fyrst sæti á þingi sem varamaður í forföllum Steinunnar Þóru Árnadóttur í júní 2015[4] en var síðan kjörinn þingmaður í Alþingiskosningum 2016 og endurkjörinn 2017.

Þann 27. nóvember árið 2019 sagði Andrés sig úr þingflokki Vinstri grænna og tilkynnti að hann myndi sitja sem óháður þingmaður út kjörtímabilið.[5] Ástæða hans var óánægja með stjórnarsamstarf Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, en Andrés hafði áður kosið gegn stjórnarsáttmála flokkanna.[6]

Þann 10. febrúar 2021 gekk Andrés til liðs við þingflokk Pírata[7] og var síðan kjörinn þingmaður fyrir Pírata í Alþingiskosningunum 2021.

Hann hefur átt sæti í umhverfis- og samgöngunefnd síðan 2021 og var áður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2019 til 2021, allsherjar- og menntamálanefnd frá 2017 til 2019 og velferðarnefnd frá 2017 til 2019. [8]

Hann ásamt öllum þingflokki Pírata duttu út af þingi í alþingiskosningunum 2024.

Tilvísanir

breyta
  1. „Andrés aðstoðar Álfheiði“. sunnlenska.is. 1. maí 2010. Sótt 13. ágúst 2019.
  2. „Andrés aðstoðar Svandísi“. sunnlenska.is. 1. september 2011. Sótt 13. ágúst 2019.
  3. „Andrés Ingi Jónsson“. RÚV. 14. október 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. september 2021. Sótt 18. mars 2020.
  4. „Andrés Ingi tók sæti á þingi“. sunnlenska.is. 30. júní 2015. Sótt 18. mars 2020.
  5. Ingvar Þór Björnsson (27. nóvember 2019). „Andrés Ingi segir sig úr þingflokki Vinstri grænna“. RÚV. Sótt 27. nóvember 2019.
  6. Ingvar Þór Björnsson (27. nóvember 2019). „„Heildarmyndin var orðin óvinnandi". RÚV. Sótt 27. nóvember 2019.
  7. Kristín Ólafsdóttir (10. febrúar 2021). „Andrés Ingi genginn til liðs við Pírata“. Vísir. Sótt 10. febrúar 2021.
  8. „Nefnd“.