Opna aðalvalmynd

Guðjón Valur Sigurðsson (fæddur 8. ágúst 1979) er íslenskur handknattleiksmaður. Hann leikur með PSG í frönsku deildinni.

Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Upplýsingar
Fullt nafn Guðjón Valur Sigurðsson
Fæðingardagur 8. ágúst 1979
Fæðingarstaður    Ísland
Hæð 1,87 m
Leikstaða Hornamaður
Núverandi lið
Núverandi lið PSG
Landsliðsferill
Ísland 342 leikir (1798 mörk)


Guðjón Valur Sigurðsson

Guðjón Valur Sigurðsson hóf ferl sinn ungur og byrjaði með Gróttu á Seltjarnarnesi. Hann var kominn upp í meistaraflokk Gróttu ungur að árum og var valinn í landsliðið í fyrsta skipti þegar Grótta var í annarri deild og Ólafur B. Lárusson að þjálfa hann. Hann vildi prufa nýjan stað á Íslandi og valdi Akureyri. Þar lék hann með KA í allnokkur ár en ákvað að fara til Þýskalands og spila með Essen í nokkur ár. Þar varð hann Evrópumeistari með liði sínu en þeir þurftu síðan að sætta sig við gjaldþrot og fór Guðjón Valur því í annað félag, Gummersbach. Þar lék hann undir stjórn Alfreðs Gíslasonar fyrrum landsliðsþjálfara Íslendinga. Guðjón var valinn handboltamaður ársins árið 2006 úti í Þýskalandi og var markahæsti leikmaður þýsku bundeslígunnar. Árið 2008 skrifaði hann undir samning við Rhein-Neckar-Löwen í þýsku deildinni og árið 2011 fór hann til AG Köbenhavn. Árið 2012 skrifaði Guðjón undir samning við þýska liðinu THW Kiel. Árið 2014 skrifaði síðan Guðjón undir samning við spænska liðinu FC Barcelona.

Í ágúst 2008 lék Guðjón Valur með íslenska landsliðinu á handknattleiksmóti karla á Ólympíuleikunum í Peking í Kína og vann til silfurverðlauna. Guðjón Valur var næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins með 43 mörk og var valinn í sjö manna úrvalslið Ólympíuleikanna.

Guðjón Valur vann síðan sín önnur verðlaun með landsliðinu á stórmóti þegar íslenska landsliðið vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki 2010.

Guðjón Valur lék einnig með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Svíþjóð 2011 og var næstmarkahæstur íslenskra leikmanna með 47 mörk og 68% skotnýtingu.

Guðjón Valur er markahæsti handboltamaður landsliða með um 1800 mörk. Hann sló metið árið 2018 í landsleik við Þýskaland. Fyrsta landsliðsmark sitt skoraði hann árið 1999.