Daniel Narcisse
Daniel Narcisse (fæddur 16. desember 1979) er franskur handknattleiksmaður, sem leikur í skyttustöðu fyrir franska liðið PSG. Narcisse leikur einnig í franska landsliðinu og varð heimsmeistari með franska liðinu árið 2001, Evrópumeistari 2006, ólympíumeistari 2008, heimsmeistari 2009 og Evrópumeistari árið 2010. Hann hefur hlotið viðurnefnið Air France vegna stökkkrafts síns.
