Kampala
höfuðborg Úganda
Kampala er höfuðborg Úganda og samnefnt hérað. Íbúafjöldinn var 1.208.544 árið 2002 og borgin er því stærsta borg landsins. Borgin stendur í 1.189 metra hæð yfir sjávarmáli. Kampala er höfuðstaður héraðsins og konungsríkisins Búganda.
Nálægt borginni eru alþjóðaflugvöllurinn í Entebbe og höfnin Port Bell á strönd Viktoríuvatns.
Borgin óx í kringum virki sem Frederick Lugard reisti árið 1890 fyrir Breska Austur-Afríkufélagið. Árið 1962 tók borgin við af Entebbe sem höfuðborg. Stór hluti borgarinnar eyðilagðist þegar Idi Amin var steypt af stóli 1979.