Queen er bresk rokkhljómsveit sem kom fram á sjónarsviðið 1970. Hún var stofnuð af Freddie Mercury söngvara sveitarinnar, Roger Taylor trommuleikara og Brian May gítarleikara í London. Taylor og May höfðu áður verið í hljómsveitinni Smile. Hljómsveitin fékk ýmsa bassaleikara til liðs við sig áður en John Deacon varð bassaleikari sveitarinnar 1971. Tónlist þeirra var meðal annars undir áhrifum frá Bítlunum og Jimi Hendrix.

Queen
Queen 1984 011.jpg
Queen árið 1984. John Deacon (til vinstri), Freddie Mercury (á miðju sviði), Brian May (neðst á myndinni), Roger Taylor (trommur)
Uppruni London, England
Tónlistarstefnur Rokk
Ár 1971 -
Útgefandi Capitol, Parlophone, EMI, Hollywood, Island, Elektra
Vefsíða queenonline.com/
Meðlimir
Núverandi Brian May
Roger Taylor
Fyrri Freddie Mercury
John Deacon
Queen.
Queen + Paul Rodgers (2005)

Hljómsveitin var með allra vinsælustu rokk-hljómsveitunum á áttunda og níunda áratugnum og frá henni hafa komið heimsþekkt lög á borð við „Bohemian Rhapsody“, „Another One Bites the Dust“, „We Will Rock You“ og „Killer Queen“. Lag þeirra Bohemian Rhapsody sem var gefið út á plötunni A Night at the Opera árið 1975 var kosið vinsælasta lag allra tíma árið 2007. Queen hefur löngum verið talin ein besta rokk-hljómsveitin á sviði og margir telja þátt þeirra í Live Aid-tónleikunum árið 1985 vera bestu sviðsframkomu rokksögunnar.

Freddie Mercury lést árið 1991 úr alnæmi. Fjórum árum seinna gaf hljómsveitin út plötuna Made in Heaven sem inniheldur meðal annars síðustu upptökurnar af söng Freddie Mercury. John Deacon hætti afskiptum af hljómsveitinni árið 1997 en May og Taylor hafa komið fram og tekið upp efni undir Queen+ nafninu með ýmsum öðrum tónlistarmönnum, meðal annars tónleikaferðir með söngvurunum Paul Rodgers og Adam Lambert eftir aldamót.

Árið 2018 kom út kvikmyndin Bohemian Rhapsody sem er lauslega byggð á sögu Queen.

Útgefið efniBreyta

BreiðskífurBreyta

Meðlimir - Klassíska liðskipaninBreyta

GestasöngvararBreyta

  • Paul Rodgers (2004–2009)
  • Adam Lambert (2011–)

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.