Bern (kantóna)

(Endurbeint frá Bern (fylki))

Bern er næststærsta kantónan í Sviss með 5.959,24 km2 (2013). Aðeins Graubünden er stærri. Höfuðborgin heitir sömuleiðis Bern en hún er jafnframt höfuðborg Sviss.

Bern
Höfuðstaður Bern
Flatarmál 5.959.24 km²
Mannfjöldi
 – Þéttleiki
1.001.281 (2013)
167/km²
Sameinaðist Sviss 1353
Stytting BE
Tungumál Þýska
Vefsíða [http://www.be.ch

Lega og lýsing

breyta

Bern er vestarlega í Sviss og er sú kantóna sem á sér flestar nágrannakantónur. Fyrir norðan er Solothurn, fyrir austan eru Luzern, Obwalden, Nidwalden og Uri, fyrir sunnan er Valais, fyrir suðvestan er Vaud, fyrir vestan eru Fribourg og Neuchatel og fyrir norðvestan er Júra. Alls eru þetta tíu nágrannakantónur. Mikil fjallasvæði tilheyra Bern og má þar nefna Berner Oberland. Þar eru tindar eins og Jungfrau, Eiger og margir fleiri. Bern er eina kantónan sem liggur bæði í Alpafjöllum og Júrafjöllum. Íbúar eru 974 þúsund en þar með er Bern næstfjölmennasta kantóna Sviss á eftir Zürich. Íbúarnir eru þýskumælandi.

Skjaldarmerki

breyta

Skjaldarmerki kantónunnar er svartur björn með rauðar klær, reður og tungu á gulum fleti en rauður litur er umfram það. Svartur litur bjarnarins táknar varnargeta, guli liturinn hið eðalborna blóð og rauði liturinn blóð feðranna. Björninn sjálfur er táknrænn fyrir heiti kantónunnar. Merki þetta kom fyrst fram 1224 og er notað óbreytt bæði af kantónunni Bern og borginni Bern.

Orðsifjar

breyta

Kantónan heitir eftir borginni Bern. Bern merkir björn. Sagan segir að stofnandi borgarinnar hafi drepið björn á staðnum þar sem hann byggði borgina. En líklegra þykir að hann hafi nefnt borgina eftir ítölsku borginni Veróna, sem hét Bern á þýsku, eða Wälschbern.

Söguágrip

breyta

Eftir brotthvarf Rómverja fluttu alemannar og búrgúndar inn á svæðið. 888 varð héraðið Bern hluti af Búrgúnd. 1032 varð héraðið eign þýska ríkisins. 1191 var borgin Bern stofnuð. 1323 keypti Bern bæinn Thun og svæðið í kring. Bern gerir samning við svissneska sambandið í fyrsta sinn. 1331-39 átti Bern í stríði við héraðið Fribourg. 1353 breytti Bern samning sinn við svissneska sambandið, þannig að hann varð varanlegur. Bern verður kantóna í Sviss, sú langstærsta á þeim tíma. 1528 urðu siðaskiptin í Bern. 1536 hertók Bern svæðið Vaud og varð að stærsta borgríki Evrópu norðan Alpa. 1798 réðust Frakkar inn í kantónuna Bern og sigruðu heimamenn í orrustunni við Neuenegg. Frakkar hertaka Bern og splitta Vaud og Aargau burt. 1815 úrskurðaði Vínarfundurinn að Vaud og Aargau skyldu ekki sameinast Bern á ný, en fyrir vikið fékk Bern héraðið Júra, íbúunum þar til mikillar gremju. 1846 fékk Bern nýja stjórnarskrá með auknu lýðræði. 1848 varð Bern höfuðborg Sviss. 1979 splittaði sig Júra frá Bern og varð að eigin kantónu.

Borgir

breyta

Stærstu borgir í kantónunni Bern:

Röð Borg Íbúar Ath.
1 Bern 122 þúsund Höfuðborg kantónunnar og svissneska sambandsins
2 Biel/Bienne 50 þúsund Þýsku- og frönskumælandi
3 Thun 42 þúsund
4 Köniz 38 þúsund

Heimildir

breyta