Sophie Monk
Sophie Charlene Akland Monk (fædd 14. desember 1979) er áströlsk poppsöngkona, leikkona og módel. Sophie fæddist í Englandi, en foreldrar hennar fluttu til Queensland í Ástralíu. Hún var meðlimur í stúlknasveitinni Bardot og hefur síðan gefið út einleiks breiðskífuna Calendar Girl (2003). Hún hefur leikið í myndum á borð við Date Movie og Click.
Sophie Monk | |
---|---|
[[Mynd:|frameless|upright=1]] | |
Fædd | Sophie Charlene Akland Monk 14. desember 1979 |
Störf | Söngkona og leikkona |
Vefsíða | http://sophie-monk.net |
Ferill
breytaTónlistaferill hennar hófst 1999 þegar hún svaraði auglýsingu, sem óskaði eftir stelpum með söng- og dansreynslu. Auglýsingin var fyrir ástralskan sjónvarpsþátt Popstars (2000). Popstars er sjónvarpsþáttur sem stendur fyrir áheyrnarprufum á stúlkum fyrir stúlknasveit. Eftir margar söngprufur og danshópa var hún valin sem hluti af sveitinni, Bardot.
Eftir að Bardot hætti byrjaði Monk að vinna að einleiks ferli sínum. Hún gaf út sína fyrstu smáskífu Inside Outside í október 2002 og fyrstu breiðskífuna Calendar Girl í maí 2003.
Sophie Monk hefur síðan tekið að sér leikarahlutverk í Hollywood, þó oftast í aukahlutverki. Í febrúar 2006 lék hún í hlutverki tælandi stúlku að nafni Andy í gamanleiks skopstælingunni Date Movie. Í júní 2006 lék hún í myndinni Click, sem fjallar um alhliða fjarstýringu. Monk leikur aukahlutverk í myndinni sem ritarinn Stacey.
Útgefið efni
breytaBreiðskífur
breyta- Calendar Girl (2003)
Smáskífur
breyta- Inside Outside (2002)
- Get the Music On (2003)
- One Breath Away (2003)
Kvikmyndir
breyta- The Mystery of Natalie Wood (2004)
- London (2005)
- Date Movie (2006)
- Click (2006)
- Sex and Death 101 (2007)
- Spring Breakdown (2009)
- The Hills Run Red (2009)
- Spring Break '83 (2010)
- Murder World (2010)
- Hard Breakers (2010)
Tenglar
breyta- Opinber vefsíða Sophie Monk Geymt 21 júlí 2009 í Wayback Machine
- Sophie Monk á Internet Movie Database