Júra (fylki)

kantóna í Sviss

Júra er ein 26 kantóna í Sviss. Hún er yngsta kantónan og var ekki stofnuð fyrr en 1979 sem afsplittun úr kantónunni Bern. Íbúar eru flestir frönskumælandi.

Júra
Höfuðstaður Delémont
Flatarmál 839 km²
Mannfjöldi
 – Þéttleiki
71.738 (31. desember 2013
86/km²
Sameinaðist Sviss 1979
Stytting JU
Tungumál Franska
Vefsíða [http://www.jura.ch

Lega og lýsing

breyta

Júra er norðvestasta kantónan í Sviss og er 839 km2 að stærð. Hún liggur í Júrafjöllum og afmarkast öll vesturhliðin að Frakklandi. Auk þess eru kantónurnar Basel-Landschaft fyrir norðaustan, Solothurn fyrir austan og Bern fyrir suðaustan. Íbúar eru aðeins 71 þúsund (2013), sem gerir Júra að mjög fámennri kantónu. Höfuðborgin heitir Delémont.

Skjaldarmerki

breyta

Skjaldarmerki Júra er tvískiptur. Til vinstri er rauður bagall á hvítum grunni. Til hægri eru sjö rauðar og hvítar rendur. Rendurnar standa fyrir héruðin sjö í Júra fyrr á tímum. Þegar Júra var stofnuð sem kantóna 1979, kusu hins vegar aðeins þrjú þessara héraða að stofna kantónuna. Bagallinn er tákn um yfirráð furstabiskupsins í Basel í héraðinu.

Söguágrip

breyta

Júra tilheyrði lengi vel furstabiskupunum í Basel. Við siðaskiptin á 16. öld tók suðurhluti Júra við reformeruðu kirkjunni, en norðurhlutinn hélst kaþólskur. 1792 hertóku Frakkar Júra og innlimuðu það Frakklandi. Eftir fall Napoleons úrskurðaði Vínarfundurinn 1815 að Júra skyldi tilheyra kantónunni Bern. Þetta skapaði spennu og óróa hjá íbúunum, bæði trúarlega og menningarlega. Íbúar Júra voru að mestu leyti kaþólskir og töluðu frönsku. Íbúar Bernar voru reformeraðir og töluðu þýsku. Órói þessi hélst óbreyttur inn í 20. öldina. Á 7. og 8. áratugnum kom endurtekið til óeirða og uppþota í Júra. 1978 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sköpun nýrrar kantónu, þar sem 71% sögðu já. Innan héraðsins Júra kaus suðurhlutinn hins vegar að vera áfram í Bern, meðan norðurhlutinn vildi aðskilnað. Nýja kantónan var því mynduð af norðurhlutanum eingöngu og fékk heitið Júra. Hún var formlega stofnuð 1. janúar 1979. Á hinn bóginn var mikil óánægja bæði í nýju kantónunni, sem og í suðurhlutanum (Bernar hlutanum) um aðskilnað héraðsins. Síðan 2004 er verkefni í gangi til að sameina báða hlutana á ný í eina nýja kantónu, en enn sem komið er er verkefnið skammt á veg komið.

Borgir

breyta

Stærstu borgir/bæir í Júra:

Röð Borg/bær Íbúar Ath.
1 Delémont 12'186 Höfuðborg kantónunnar
2 Porrentruy 6.780
3 Bassecourt 3.492

Heimildir

breyta