1970
ár
(Endurbeint frá Október 1970)
Árið 1970 (MCMLXX í rómverskum tölum) var 70. ár 20. aldar og hófst á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar - Dagsetningin sem allar POSIX-tölvur miða tímatal sitt við.
- 3. janúar - Vestur-Kongó tók upp nýja sósíalíska stjórnarskrá. Nafni landsins var breytt í Alþýðulýðveldið Kongó.
- 5. janúar - Yfir 15.000 manns létust í jarðskjálfta í Júnnanhéraði í Kína.
- 12. janúar - Nígeríska borgarastyrjöldin: Bíafra gafst upp fyrir her Nígeríu.
- 14. janúar - Klaus Rifbjerg hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Dana.
- 15. janúar - Muammar al-Gaddafi var lýstur formaður Líbýska byltingarráðsins.
- 20. janúar - Stór-Lundúnaráðið tilkynnti að ráðist yrði í smíði flóðvarnargarðsins Thames Barrier, en vinna við hann hófst 1974.
Febrúar
breyta- 1. febrúar - 236 manns létust í lestarslysi í Buenos Aires í Argentínu.
- 6. febrúar - Bermúdeyskur dalur var tekinn upp á Bermúda.
- 10. febrúar - 39 ferðamenn fórust í snjóflóði sem féll nærri Val d'Isère í Frakklandi.
- 11. febrúar - John Lennon greiddi 1344 punda sekt fyrir hóp fólks sem mótmælti því að suðurafríska ruðningsliðið fengi að leika í Skotlandi.
- 11. febrúar - Fyrsti japanski gervihnötturinn, Ōsumi, fór á braut um jörðu.
- 13. febrúar - Fyrsta breiðskífa Black Sabbath, Black Sabbath, kom út.
- 16. febrúar - 102 létust þegar farþegaflugvél fórst við Santo Domingo í Dóminíska lýðveldinu.
- 21. febrúar - Hornsteinn var lagður að Bosporusbrúnni í Istanbúl í Tyrklandi.
- 21. febrúar - Sprengja sprakk í flugvél frá Swissair á leið frá Zürich til Tel Aviv með þeim afleiðingum að 47 fórust.
- 23. febrúar - Gvæjana gerðist lýðveldi, en var áfram hluti af Breska samveldinu.
Mars
breyta- 2. mars - Breska krúnunýlendan Ródesía sleit öll tengsl sín við bresku krúnuna og varð að lýðveldi hvíta minnihlutans í landinu.
- 5. mars - Ísland gerðist aðili að Fríverslunarsamtökum Evrópu.
- 5. mars - Samningur um að dreifa ekki kjarnavopnum tók gildi eftir að 56 lönd höfðu undirritað hann.
- 6. mars - Þrír meðlimir hryðjuverkahópsins Weathermen dóu þegar sprengja sem þeir ætluðu að koma fyrir á dansleik hersins sprakk.
- 15. mars - Heimssýningin Expo '70 hófst í Ósaka í Japan.
- 17. mars - My Lai-fjöldamorðin: Bandaríkjaher kærði 14 foringja fyrir yfirhylmingu.
- 18. mars - Lon Nol framdi valdarán í Kambódíu og stofnaði Kmeralýðveldið.
- 19. mars - Willy Brandt kanslari Vestur-Þýskalands og Willi Stoph forsætisráðherra Austur-Þýskalands funduðu um tengsl landanna í Erfurt.
- 21. mars - Fyrsti Dagur jarðar var haldinn hátíðlegur.
- 21. mars - Írland sigraði Eurovision-söngvakeppnina með laginu „All Kinds of Everything“ sem Dana Scallon söng.
- 31. mars - Japanski rauði herinn rændi flugvél Japan Airlines á leið frá Tókýó til Fukuoka með 131 farþega.
Apríl
breyta- 1. apríl - Richard Nixon undirritaði Public Health Cigarette Smoking Act sem bannaði sígarettuauglýsingar í sjónvarpi.
- 4. apríl - Rúgbrauðsgerðin í Borgartúni í Reykjavík skemmdist mikið í eldi. Eftir það var húsið innréttað sem fundarsalir ríkisins.
- 6. apríl - Viðræðum um norræna tollabandalagið NORDEK var formlega slitið.
- 8. apríl - 79 létust í gassprengingu í neðanjarðarlestarkerfi Ósaka í Japan.
- 11. apríl - Appollóáætlunin: Appollo 13 var skotið á loft.
- 11. apríl - Snjóflóð féll á berklahæli í Ölpunum með þeim afleiðingum að 74, mest ungir drengir, létust.
- 13. apríl - Appollóáætlunin: Súrefnistankur sprakk í Appollo 13 svo áhöfnin neyddist til að lenda geimfarinu.
- 16. apríl - Önnur umferð SALT-viðræðnanna hófst.
- 17. apríl - Appollóáætlunin: Appollo 13 lenti heilu og höldnu í Kyrrahafi.
- 21. apríl - Furstadæmið Hutt River lýsti yfir sjálfstæði frá Ástralíu.
- 22. apríl - Sex aðildarríki Evrópubandalagsins undirrituðu Lúxemborgarsáttmálann.
- 23. apríl - Borðtennisfélagið Örninn var stofnað á Íslandi.
- 24. apríl - Fyrsti kínverski gervihnötturinn, Dong Fang Hong 1, fór á braut um jörðu.
- 25. apríl - Norska stórþingið samþykkti aðildarviðræður við Evrópubandalagið.
- 26. apríl - Samningur um stofnun Alþjóðahugverkastofnunarinnar gekk í gildi.
- 29. apríl - Bandaríkin sendu herlið til Kambódíu til að berjast við Víet Kong.
Maí
breyta- 1. maí - Mótmæli brutust víða út í Bandaríkjunum við upphaf réttarhaldanna yfir New Haven-nímenningunum og í kjölfar fyrirskipunar Nixons um innrás í Kambódíu.
- 1. maí - Rauðsokkahreyfingin á Íslandi kemur fram í kröfugöngu verkalýðsfélaganna.
- 4. maí - Blóðbaðið í Kent State: Fjórir námsmenn við Kent State University voru skotnir til bana af þjóðvarðliðum og níu særðir.
- 3. maí - Álverið í Straumsvík var formlega opnað.
- 5. maí - Eldgos hófst í Heklu.
- 8. maí - Síðasta breiðskífa Bítlanna, Let It Be, kom út.
- 8. maí - Öryggishjálmauppþotin í New York-borg þar sem byggingarverkamenn réðust gegn námsmönnum sem mótmæltu blóðbaðinu í Ohio fjórum dögum áður.
- 9. maí - Um 100.000 manns mótmæltu Víetnamstríðinu í Washington DC.
- 10. maí - Herstöðvagangan 1970: Mótmælaganga var farin gegn herstöðinni á Miðnesheiði.
- 14. maí - Ulrike Meinhof hjálpaði Andreas Baader að flýja með því að setja upp viðtal í bókasafni vegna meints bókasamnings.
- 17. maí - Thor Heyerdahl sigldi af stað á papýrusbátnum Ra II frá Marokkó yfir Atlantshafið.
- 23. maí - Britannia-brúin í Wales skemmdist mikið í eldsvoða.
- 26. maí - Sovéska flugvélin Tupolev Tu-144 varð fyrsta farþegaflugvél heims sem náði yfir Mach 2.
- 31. maí - Jarðskjálftinn í Ancash olli skriðu sem færði bæinn Yungay í Perú í kaf. 47.000 manns létust.
Júní
breyta- 1. júní - Sovétmenn skutu Sojús 9 á loft.
- 2. júní - Nýsjálenski ökuþórinn Bruce McLaren lést þegar nýr kappakstursbíll sem hann var að prófa þeyttist út af brautinni.
- 2. júní - Norðmenn tilkynntu að þeir hefðu fundið olíulindir í Norðursjó.
- 4. júní - Tonga fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 7. júní - The Who fluttu rokkóperuna Tommy í Metropolitan-óperunni í New York.
- 11. júní - Anna Mae Hays varð fyrsti kvenherforingi Bandaríkjahers.
- 17. júní - Zemla uppreisnin. Átök milli sjálfstæðissinna í Vestur-Sahara og spænskra yfirvalda brjótast út.
- 18. júní - Edward Heath varð forsætisráðherra Bretlands eftir kosningasigur Breska íhaldsflokksins.
- 20. júní - Listahátíð í Reykjavík var sett í fyrsta skipti.
- 21. júní - Brasilía vann Heimsmeistaramótið í knattspyrnu með 4-1 sigri á Ítalíu.
- 22. júní - Led Zeppelin lék á tónleikum í Laugardalshöll á Íslandi.
- 24. júní - Bandaríska öldungadeildin felldi Tonkinflóaályktunina úr gildi.
- 28. júní - Bandaríkjaher hvarf frá Kambódíu.
Júlí
breyta- 3. júlí - Franski herinn sprengdi 914 kílótonna kjarnorkusprengju við baugeyjuna Mururoa.
- 4. júlí - De Havilland Comet-leiguflugvél á vegum Dan-Air fórst við Barselóna: 112 létust.
- 4. júlí - Vinsældalistinn American Top 40 hóf göngu sína í fimm bandarískum útvarpsstöðvum.
- 5. júlí - Flugvél frá Air Canada fórst á Torontó-flugvelli: 109 fórust.
- 10. júlí - Eldsvoði varð á Þingvöllum þar sem forsætisráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson, dó ásamt konu sinni og dóttursyni.
- 11. júlí - Fyrstu göngin undir Pýreneafjöll, milli franska bæjarins Aragnouet og spænska bæjarins Bielsa, voru vígð.
- 12. júlí - Reyrbátur Thor Heyerdahl, Ra II, náði landi á Barbados.
- 16. júlí - Three Rivers Stadium var opnaður í Pittsburgh, Bandaríkjunum.
- 21. júlí - Asvanstíflan í Egyptalandi var fullbyggð.
- 23. júlí - Qaboos bin Said al Said steypti föður sínum, Said bin Taimur, af stóli í Óman.
- 27. júlí - Mardøla-aðgerðin: Norskir umhverfissinnar hófu að reisa tjaldbúðir á fyrirætluðu byggingarsvæði Mardøla-stíflunnar.
- 31. júlí - Breska lögreglan notaði í fyrsta sinn gúmmíkúlur í átökum við kaþólska mótmælendur í Belfast á Norður-Írlandi.
Ágúst
breyta- 9. ágúst - Sex áhorfendur á Kanonloppet í Svíþjóð létust þegar tveir kappakstursbílar rákust á og fóru út af brautinni.
- 12. ágúst - Moskvusáttmálinn var gerður milli Vestur-Þýskalands og Sovétríkjanna.
- 17. ágúst - Bandaríkin sökktu 418 taugagasgeymum í Golfstrauminn við Bahamaeyjar.
- 17. ágúst - Sovéska könnunarfarinu Venera 7 var skotið út í geim.
- 25. ágúst - Laxárdeilan: Hópur Mývetninga sprengdi steypta stíflu í Miðkvísl í Laxá í Aðaldal.
- 26. ágúst - Women's Strike for Equality: Bandarískar konur lögðu niður vinnu til að knýja á um jafnrétti.
- 26. ágúst - Tónlistarhátíðin Isle of Wight Festival 1970 hófst.
- 29. ágúst - Blaðamaðurinn Rubén Salazar var skotinn til bana af lögreglumanni í mótmælum gegn Víetnamstríðinu í Los Angeles.
- 29. ágúst - Frumgerð McDonnell Douglas DC-10 flaug í fyrsta skipti.
September
breyta- 6. september - Jimi Hendrix kom í síðasta sinn fram á tónleikum á eyjunni Fehmarn í Vestur-Þýskalandi.
- 6. september - Dawson's Field-flugránin: Liðsmenn palestínsku skæruliðasamtakanna PFLP rændu fimm farþegaflugvélum og flugu þremur þeirra til Jórdaníu.
- 16. september - Hussein Jórdaníukonungur setti herlög í landinu til að hindra að palestínskir uppreisnarmenn næðu þar völdum.
- 17. september - Svarti september í Jórdaníu: Jórdaníuher réðist á búðir Palestínumanna í Jórdaníu og drap þúsundir.
- 18. september - Helgi Hálfdanarson hlaut Silfurhestinn fyrir þýðingar sínar á leikritum William Shakespeare en hafnaði honum.
- 18. september - Sýrlandsher réðist inn í Jórdaníu til að verja Palestínumenn.
- 20. september - Allt fólk var flutt frá Svalbarða þegar eldgos hófst í eynni.
- 22. september - Sýrlandsher hörfaði frá Jórdaníu.
- 26. september - Fokker F27-flugvél Flugfélags Íslands skall á fjallið Knúk skömmu fyrir lendingu á Vágaflugvelli í Færeyjum. Átta af þeim 34 sem voru í vélinni fórust.
- 27. september - Richard Nixon fór í opinbera heimsókn til Evrópu og heimsótti Ítalíu, Júgóslavíu, Spán, Bretland og Írland.
- 27. september - Hussein Jórdaníukonungur neyddist til að undirrita samkomulag við Palestínumenn á fundi Arababandalagsins.
- 28. september - Við lát Gamal Abdel Nassers tók varaforsetinn, Anwar Sadat, við völdum.
- 29. september - Baader-Meinhof-gengið rændi þrjá banka í Berlín.
Október
breyta- Bók Germaine Greer, Kvengeldingurinn, kom út í London.
- 3. október - Úthafs- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna var stofnuð.
- 3. október - Æskulýðsfylkingin sleit öll tengsl við Alþýðubandalagið og gerðist sjálfstæð stjórnmálahreyfing.
- 3. október - Menntaskólinn á Ísafirði var settur í fyrsta sinn.
- 4. október - Rauðsokkahreyfingin á Íslandi var stofnuð.
- 5. október - Led Zeppelin gaf út plötuna Led Zeppelin III.
- 10. október - Fídjieyjar fengu sjálfstæði frá Bretlandi.
- 10. október - Októberkreppan: Skæruliðasamtökin Front de libération du Québec rændu atvinnumálaráðherra fylkisins, Pierre Laporte.
- 16. október - Anwar Sadat var formlega skipaður forseti Egyptalands í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 17. október - Pierre Laporte, fannst myrtur í skotti bifreiðar.
- 21. október - Nýja Litlabeltisbrúin var vígð í Danmörku.
- 24. október - Salvador Allende var kjörinn forseti Chile.
Nóvember
breyta- Nóvember - Drög að sáttmála um norræna efnahagsbandalagið NORDEK voru samþykkt á fundi Norðurlandaráðs. Sáttmálinn var aldrei gerður.
- 1. nóvember - 142 létust þegar diskótek brann í Saint-Laurent-du-Pont í Frakklandi.
- 9. nóvember - Sovétmenn skutu geimfarinu Luna 17 á loft með tunglbílinn Lunokhod 1 innanborðs.
- 11. nóvember - Rafiðnaðarsamband Íslands var stofnað.
- 12. nóvember - Hvirfilbylurinn Bhola drap hálfa milljón manna í Bangladess.
- 13. nóvember - Hafez al-Assad rændi völdum í Sýrlandi.
- 14. nóvember - Bílgreinasambandið var stofnað á Íslandi.
- 16. nóvember - Flugvélin Lockheed L-1011 TriStar flaug í fyrsta skipti.
- 17. nóvember - Sovéski tunglbíllinn Lunokhod 1 lenti á Tunglinu.
- 25. nóvember - Japanski rithöfundurinn Yukio Mishima reyndi að fremja valdarán í Japan ásamt nokkrum fylgismönnum sínum. Eftir að hafa mistekist að fá almenning á sitt band framdi hann sjálfsmorð með sverði.
Desember
breyta- 3. desember - Front de libération du Québec leystu James Cross úr haldi eftir sextíu daga í skiptum fyrir far fimm skæruliða til Kúbu.
- 3. desember - Burgos-réttarhöldin yfir sextán liðsmönnum ETA hófust í Burgos á Spáni.
- 4. desember - Ríkisstjórn Spánar setti tímabundin herlög í Baskalandi.
- 7. desember - Borghese-valdaránið á Ítalíu misfórst.
- 10. desember - Aleksandr Solzhenitsyn var neitað um fararleyfi frá Sovétríkjunum til að taka við bókmenntaverðlaunum Nóbels.
- 15. desember - Sovéska geimfarið Venera 7 lenti á Venusi og sendi þaðan gögn til jarðar.
- 16. desember - Ríkisstjórn Eþíópíu lýsti yfir neyðarástandi í Erítreu vegna aðgerða Frelsissamtaka Erítreu.
- 18. desember - Evrópska flugfélagið Airbus var stofnað.
- 18. desember - Skilnaður varð löglegur á Ítalíu eftir að ný lög gengu í gildi.
- 22. desember - Líbýska byltingarráðið lýsti því yfir að allar bankainnistæður í landinu yrðu þjóðnýttar.
- 28. desember - Þrír liðsmenn ETA voru dæmdir til dauða í Burgos-réttarhöldunum. Dómnum var síðar breytt vegna alþjóðlegs þrýstings.
- 30. desember - Um 15.000 manns lögðu niður vinnu í Baskalandi til að mótmæla dómnum í Burgos-réttarhöldunum.
Ódagsett
breyta- Hljómsveitin Kraftwerk var stofnuð í Vestur-Þýskalandi.
- Hljómsveitin Stuðmenn var stofnuð á Íslandi.
- Hljómsveitin Emerson, Lake & Palmer var stofnuð í Bretlandi.
- Hljómsveitin Queen var stofnuð í Bretlandi.
Fædd
breyta- 7. janúar - Anna Mjöll Ólafsdóttir, íslensk söngkona.
- 7. janúar - Jón Víðis Jakobsson, íslenskur töframaður.
- 26. janúar - Bjarni Benediktsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 31. janúar - Minnie Driver, bresk leik- og söngkona.
- 4. febrúar - Gabrielle Anwar, bresk leikkona.
- 14. febrúar - Simon Pegg, breskur leikari.
- 22. febrúar - Erlendur Eiríksson, íslenskur leikari.
- 5. mars - Aleksandar Vučić, forseti Serbíu.
- 7. mars - Rachel Weisz, bresk leikkona.
- 12. mars - Marta Nordal, íslensk leikkona.
- 16. mars - Páll Óskar, íslenskur söngvari.
- 18. mars - Queen Latifah, bandarísk söngkona.
- 24. mars - Lara Flynn Boyle, bandarísk leikkona.
- 27. mars - Mariah Carey, bandarísk söngkona.
- 27. mars - Gaia Zucchi, ítölsk leikkona.
- 30. mars - Secretariat, bandarískur veðhlaupahestur (d. 1989).
- 14. apríl - Emre Altuğ, tyrkneskur söngvari.
- 19. apríl - Jón Páll Eyjólfsson, íslenskur leikstjóri.
- 20. apríl - Shemar Moore, bandarískur leikari.
- 25. apríl - Jason Lee, bandarískur leikari.
- 28. apríl - Diego Simeone, argentínskur knattspyrnumaður og þjálfari.
- 29. apríl - Uma Thurman, bandarísk leikkona.
- 4. maí - Ingólfur Júlíusson, íslenskur ljósmyndari (d. 2013).
- 18. maí - Tina Fey, bandarísk leikkona.
- 22. maí - Naomi Campbell, bresk fyrirsæta.
- 23. maí - Yigal Amir, ísraelskur hægriöfgamaður.
- 25. maí - Jamie Kennedy, bandarískur leikari.
- 29. maí - Roberto Di Matteo, ítalskur knattspyrnustjóri.
- 3. júní - Stefán Máni, íslenskur rithöfundur.
- 6. júní - Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri RÚV.
- 10. júní - Gerður Kristný, íslenskt skáld.
- 13. júní - Halldór Gylfason, íslenskur leikari.
- 15. júní - Leah Remini, bandarísk leikkona.
- 20. júní - Moulay Rachid, prins í Marokkó.
- 21. júní - Ásgeir Jónsson, íslenskur hagfræðingur og seðlabankastjóri.
- 26. júní - Sean Hayes, bandarískur leikari.
- 26. júní - Chris O'Donnell, bandarískur leikari.
- 2. júlí - Arnar Sævarsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 8. júlí - Beck, bandarískur tónlistarmaður.
- 18. júlí - Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og rithöfundur.
- 18. júlí - Sverrir Jakobsson, íslenskur sagnfræðingur.
- 2. ágúst - Kevin Smith, bandarískur leikari.
- 3. ágúst - Þorkell Heiðarsson, íslenskur líffræðingur.
- 9. ágúst - McG, bandarískur leikstjóri.
- 13. ágúst - Alan Shearer, enskur knattspyrnumaður.
- 16. ágúst - Seth Peterson, bandarískur leikari.
- 23. ágúst - Jay Mohr, bandarískur leikari.
- 25. ágúst - Claudia Schiffer, þýsk fyrirsæta.
- 3. september - Maria Bamford, bandarísk leikkona.
- 4. september - Richard Speight Jr., bandarískur leikari.
- 13. september - Louise Lombard, bresk leikkona.
- 19. september - Victor Williams, bandarískur leikari.
- 21. september - Rob Benedict, bandarískur leikari.
- 2. október - Stephanie Sunna Hockett, íslensk fegurðardrottning og leikkona.
- 8. október - Matt Damon, bandarískur leikari.
- 12. október - Cody Cameron, bandarískur leikstjóri.
- 19. október - Chris Kattan, bandarískur leikari.
- 20. október - Javier Milei, forseti Argentínu.
- 29. október - Edwin van der Sar, hollenskur knattspyrnumaður.
- 30. október - Björgvin G. Sigurðsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 31. október - Nolan North, bandarískur leikari.
- 4. nóvember - Malena Ernman, sænsk söngkona.
- 18. nóvember - Mike Epps, bandarískur uppistandari.
- 19. nóvember - Heiðar Már Sigurðsson, íslenskur viðskiptafræðingur.
- 20. nóvember - Sabrina Lloyd, bandarísk leikkona.
- 21. nóvember - Árni Pétur Reynisson, íslenskur leikari.
- 27. nóvember - María Reyndal, íslenskur leikstjóri.
- 4. desember - Fikret Alomerović, makedónskur knattspyrnumaður.
- 6. desember - Grímur Atlason, íslenskur framkvæmdastjóri.
- 14. desember - Anna Maria Jopek, pólsk söngkona.
- 15. desember - Michael Shanks, kanadískur leikari.
- 30. desember - María Pálsdóttir, íslensk leikkona.
Ódagsett
breyta- Allister Brimble, breskur tónlistarmaður.
Dáin
breyta- 2. febrúar - Bertrand Russell, breskur heimspekingur, stærðfræðingur, rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1872).
- 5. febrúar - Eduard Fraenkel, þýsk-enskur fornfræðingur (f. 1888).
- 17. febrúar - Shmuel Yosef Agnon, ísraelskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1888).
- 11. maí - Katrín Thoroddsen, íslenskur læknir og alþingiskona (f. 1896).
- 12. maí - Nelly Sachs, þýskur rithöfundur (f. 1891).
- 22. maí - Jan Morávek, austurrískur klarinettleikari og hljómsveitarstjóri (f. 1912).
- 2. júní - Giuseppe Ungaretti, ítalskt skáld (f. 1888).
- 21. júní - Sukarno, forseti Indónesíu (f. 1901).
- 27. júní - Poul F. Joensen, færeyskur rithöfundur (f. 1898).
- 10. júlí - Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands (f. 1908).
- 27. júlí - Antonio Oliveira de Salazar, einræðisherra í Portúgal (f. 1889).
- 22. ágúst - Vladimír Propp, rússneskur þjóðfræðingur (f. 1895).
- 1. september - François Mauriac, franskur rithöfundur (f. 1885).
- 14. september - Rudolf Carnap, þýskur heimspekingur (f. 1891).
- 18. september - Jimi Hendrix, breskur tónlistarmaður (f. 1942).
- 18. september - Pedro Cea, úrúgvæskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. 1900).
- 19. september - Johannes Heinrich Schultz, þýskur geðlæknir (f. 1884).
- 25. september - Erich Maria Remarque, þýskur rithöfundur (f. 1898).
- 28. september - Gamal Abdel Nasser, forseti Egyptalands (f. 1918).
- 4. október - Árni Pálsson, íslenskur verkfræðingur (f. 1897).
- 4. október - Janis Joplin, bandarísk söngkona (f. 1943).
- 9. nóvember - Charles de Gaulle, forseti Frakklands (f. 1890).
- 25. nóvember - Yukio Mishima, japanskur rithöfundur (f. 1925).
- Eðlisfræði - Hannes Olof Gösta Alfvén, Louis Eugène Félix Néel
- Efnafræði - Luis F Leloir
- Læknisfræði - Sir Bernard Katz, Ulf von Euler, Julius Axelrod
- Bókmenntir - Aleksandr Isaevich Solzhenitsyn
- Friðarverðlaun - Norman E. Borlaug
- Hagfræði - Paul Samuelson
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1970.