Helgi Hálfdanarson (þýðandi)
Helgi Hálfdanarson (14. ágúst 1911 – 20. janúar 2009) var menntaður lyfjafræðingur og starfaði sem lyfsali á Húsavík og í Reykjavík.[1] Hann var einn helsti þýðandi Íslendinga á 20. öld og þýddi meðfram vinnu sinni öll leikrit William Shakespeare, gríska harmleiki eftir Æskýlos, Sófókles og Evripídes, Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen og mörg önnur þekkt leikrit í bundnu máli. Hann þýddi einnig Kóraninn og mikið af ljóðum frá Japan og Kína og töluvert frá Evrópu og víðar. Helgi skrifaði auk þess mikið um íslensk fræði og pistla í dagblöð og á mörg velheppnuð nýyrði í íslensku eins og til dæmis „heilkenni“ (syndrome) og „lotukerfið“.
Helgi Hálfdanarson var sonur séra Hálfdanar Guðjónssonar á Sauðárkróki en Guðjón, faðir hans, var bróðir Helga Hálfdanarsonar sálmaskálds.[2]
Helgi fékk Silfurhestinn, bókmenntaverðlaun dagblaðanna, árið 1970 fyrir þýðingar sínar á William Shakespeare. Hann hafnaði þó verðlaununum á þeirri forsendu að hann hafði þá reglu að þiggja aldrei neina viðurkenningu af neinu tagi.
Tilvísanir
breytaTenglar
breyta- Fræðaþulurinn Helgi Hálfdanarson; grein í Lesbók Morgunblaðsins 2002
- Veraldarspegill sígildra ljóða; grein í Alþýðublaðinu 1953
Greinar eftir Helga
- Sokkrokkismi; grein í Morgunblaðinu 1972
- Mál og skóli; grein í Morgunblaðinu 1974
- Þið, um þér, frá vor, til oss; grein í Morgunblaðinu 1980
- Ómál og íslenzk tunga; grein í Morgunblaðinu 1980
- Reglingur og viðingar; grein í Morgunblaðinu 1980
- Skrifa, skrifa skrifa; grein í Morgunblaðinu 1982
- Í bakkafullan læk; grein í Morgunblaðinu 1984
- Lítið eitt um orðabækur; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1992