Helgi Hálfdanarson (þýðandi)

Helgi Hálfdanarson (14. ágúst 191120. janúar 2009) var menntaður lyfjafræðingur og starfaði sem lyfsali á Húsavík og í Reykjavík.[1] Hann var einn helsti þýðandi Íslendinga á 20. öld og þýddi meðfram vinnu sinni öll leikrit William Shakespeare, gríska harmleiki eftir Æskýlos, Sófókles og Evripídes, Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen og mörg önnur þekkt leikrit í bundnu máli. Hann þýddi einnig Kóraninn og mikið af ljóðum frá Japan og Kína og töluvert frá Evrópu og víðar. Helgi skrifaði auk þess mikið um íslensk fræði og pistla í dagblöð og á mörg velheppnuð nýyrði í íslensku eins og til dæmis „heilkenni“ (syndrome) og „lotukerfið“.

Helgi Hálfdanarson var sonur séra Hálfdanar Guðjónssonar á Sauðárkróki en Guðjón, faðir hans, var bróðir Helga Hálfdanarsonar sálmaskálds.[2]

Helgi fékk Silfurhestinn, bókmenntaverðlaun dagblaðanna, árið 1970 fyrir þýðingar sínar á William Shakespeare. Hann hafnaði þó verðlaununum á þeirri forsendu að hann hafði þá reglu að þiggja aldrei neina viðurkenningu af neinu tagi.

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta

Greinar eftir Helga

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.